Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 78

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 78
78 var dýrindis klukka, og neðst var letrað: „Til hr. Mac All og frúar hans, seni stofnuðu evangelisku lýðmissiónina í Frakklandi, frá þakklátum áheyr- endum 17/i 1892.“ Auk þess var Mac All afhent bók með myndum af 136 húsum, sem missiónin hafði yfirráð yfir, og 5300 nöfnum vina hans; reynd- ar höfðu margir þeirra ekki kunnað að skrifa nöfn sín og sumir voru blindir, þeir höfðu þá sett kross í staðinn. Degi síðar stóð í einu Parísar blaði: „Fað var reglulega evangeiisk hátið hjer í gær. Lúthersk- ir, reformertir, methódistar, baptistar, Englending- ar, Frakkar og Ameríkumenn, hópuðust saman um Mac All og frú hans — það var regluleg vinahátíð. “ Nokkru síðar sama ár fjekk Mac All kross heiðursfylkingarinnar frá stjórninni frönsku „fyrir sjálfsafneitunarfullt mannúðarstarf og atorku við að efla lýðmenntun." Árið eptir fjekk Mac All heimfararleyfi, og Journal des Débates sagði um hann látinn: „Kær- leikur hans vann hjörtu allra. Hann var orðinn vel franskur.“ Ótölulegur manngrúi fylgdi honum til grafar, og þar á meðal heiðurssveit hermanna, af því að hann var riddari heiðursfylkingarinnar. Á leiðinni að gröfinni sagði einhver hálfhátt: „Enn sá mann- fjöldi." Kona, sem stóð rjett hjá, svaraði þegar: „Þeir verða þó fleiri, sem fagna honum uppi.“ Margir evangeliskir prestar hjeldu ræður, og líkuðu

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.