Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 81

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 81
81 andi trú, enda kvaðst Elisabet aldrei getað fullþakk- að henni. Æskuárin voru björt unz dauðinn barði að dyr- um og móðirin varð að kveðja börn sin og halda brott Þá var Elisabet 12 ára. Harmur hennar var svo sár að hann var ekki að fullu horfinn 36 árum síðar. Uppeldi hennar breyttist og nú að stórum mun. Elztu systur hennar áttu að annast heimilið, og þar sem þær voru ríkar, laglegar og iítt alvöru- gefnar, komst Jjettúð og ýmsir veraldarhættir inn á heimilið en guðsóttinn hvarf. Þegar Elisabet þroskaðist, varð hún og lík systrum sínum. Hún var kát, fríð sýnum, ljettlynd og söng mæta vel, svo að heimurinn tók henni vel. Hún dansaði og ljek sjer, en barði við höfuðverk, ef talað var um að fara i kirkju; allir dáðust að henni og hún varð ástfangin í ýmsum. Þannig liðu nokkur ár. En svo fór tómleikinn að gjöra vart við sig. Endurminuingar um móður- ina og bænir hennar trufluðu hana stundum mitt í sollinum, og stundum gat hún ekki varizt því að hugsa um að lífið væri þó æðra en gálaus leikur. En fyrst í stað fór henni iíkt og mörgum öðrum, er líkt hefur staðið á fyrir, að hún fyrirvarð sig fyrir þessar hugsanir, enda vissi hún að hitt unga fólkið mundi hlæja að þossu og kalla það „úreltar kreddur". — Hún fór þó við og við, til aðfriðasam- vizkuna, með gjafir handa sjúklingum og fátækling- um, en gætti þess vandlega að láta engan vita um

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.