Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 82
82
f
það, og flýtti sjer úr úr hreysurn þeirra og á bak
gæðing sínum. Barnatrúin var horfln; hún leitaði
að Guði í náttúrunni, sem hún unni, en íann þar
fölnuð blöð og stöðugan dauða; hún leitaði hans í
„dyggðinni", — sem þá var skoðuð eins og nokkurs-
konar hjáguð, — en hitti þar tómar freistingar; hún
tók biblíuna, en hitti þar átölur og efni í efasemdir,
og þótti lítið til koma. — Um þetta leyti skrifaði
hún í dagbók sína: „Jeg er hrædd um að jeg sje
að komast, lengra og lengra út af vegi sannleikans
og dyggðarinnar.--------— Jeg veit ekki hvað sönn
trú er“.
Sama árið (1798) hlustaði hún á William Savery,
apturhvarfsprjedikara frá Ameríku, sem ferðaðist um
England. í byrjun ræðunnar hugsaði hún ekki um
annað en fötin sín, en áður enn hún vissi af varð
hún svo gagntekin af orðum ræðumannsins að hún
ýmist hló eða grjet. Tárin hrundu niður kinnar
hennar, þegar hún stóð upp, og þegar hún kom heirn
til sin, skrifaði hún í dagbók sína: „Jeg hef fund-
ið i dag að Guð er til; ó að þessi trúarhiti yrði
stððugur!"
Hann stóð i — tvo klukkutíma. Hún þóttist
hafa geflð Guði hjarta sitt óskipt í kirkjunni, en
um kvöldið varð hún svo ástíangin í uugum her-
foringja að hún gleymdi Guði. — En samvizkan
var óróleg og það var eins og Guð og Satan berðust
um yfirráðin í hjarta hennar. Hún vonaði sjálf að
„stórbylting" yrði bráðlega í sálu sinni; en faðir