Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 83

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 83
83 hennar leit ekki eins á málið og fór með hana til Lnndúna, til þess að hún skyldi „sleppa þessum úutlungum" í höfuðborgar dýrðinni. En það fór á aðra leið. Sálarbaráttan óx. „það var eins og verið væri að varpa teningum um sál ffiína“, sagði hún síðar. Öli dýrð heimsins blasti við henni. Hún reið, dansaði, fór i leikhús, kynnt- ist höfðingjum, lærði að lita sig í framan, en mitt í öllu þessu heyrði hún þó rödd í hjarta sínu, er í sagði: „Vík frá mjer Satan". Hún hafði strangar gætur á sjálfri sjer og skrifaði t. d. í dagbók sína: „Jeg ætla að reyna einu sinni enn þá að sigrast á spilltum tilhneigingum mínum; jeg má ekki hlusta á smjaður, ekki ýkja, ekki þvaðra út í bláinn, ekki vera hjegómagjörn og ekki gefa neinum undir fót- inn; jeg er lika orðin svo hæðin þessa síðustu daga, að jeg hef gjört ýmsum gramt í geði“. Hún þekkti óvini sína, en kraptana vantaði enn. Savery var að prjedika í Lundúnum um þessar mund- ir og hjálpuðu ræður hans henni aptur. — Þegar hún fór heim frá Lundúnum, var aðalbaráttan úti, þótt friðurinn væri ekki kominn enn. En ári seinna kom „stórbyltingin11. Hún sagði aldrei nákvæmlega frá því. Það er víst að hún dvaldi nokkra daga hjá frændum sínum, og þar breytt- ist hverflynda mærin í rólega og staðfasta stúlku; þegar hún kom aptur, var nýtizkubúningur hennar horfinn og hún komin í viðhafnarlausan kvekara bún- ing. Fæturnir, sem áður höfðu verið fúsastir í

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.