Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 91

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 91
91 sem unt var að gera, en dælurnar voru gagnslausar, af þvi vatnið streymdi oí ört inn. Það stóð ekki í manna valdi að gjöra neitt sem dugði. Vér vor- um á heljarþröminni. Vér gátum ekki annað en staðið kyrrir á vesalings sökkvandi og rekandi skip- inu, og sokkið með því í hina votu gröf. Meðan alt þetta stóð yfir, höfðu yfirmennirnir, svo að fólkið vissi ekki af, haft viðbúnað til hinna siðustu úrræða. Björgunarbátarnir voru hafðir til taks og útbúnir vistum, og yflrmennirnir tóku á sig marghleypur til þess að framkvæma skipanirnar. Sjórinn gekk hátt, svo að það var torvelt að koma bátunum út. Tveir farþegar höfðu marghleypurnar viðbúnar til að skjóta út úr sér heilann, ef skipið sykki, því að þeir kusu það heldur en að drukna. Um hádegisbilið sagði skipstjóri oss, að hann gæti ráðið við vatnið og vænti þess, að hitta eitthvert skip. Framstafn skips- ins lyftist nú hátt upp, en afturstafninn sökk meir og meir. Sjórinn var mjög ókyrr, og skipið valt hræðilega. Skipstjóri reyndi að halda við voninni, og sagði oss, að vera kynni að vér hittum skip síðdegis sunnudaginn, svo kom nóttín, en engin björgunarvon. Þetta var myrk nótt, hin myrkasta á ævi vorri. 700 menn, konur og börn, bíðandi dóms- ins! Enginn áræddi að sofa. Yér vorum allir sam- an í salnum, Gyðingar, mótmælendur, katólskir, og guðsafneitendur, þó að eg efist um, að verið hafi nokkur guðsafneitandi meðal vor. En bleik andlit og titrandi hjörtu sáu farþegar hver hjá öðrum, án

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.