Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 47

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 47
IÐUNN Vnging dýra og manna. 41 vegna át Sigurður Fáfnisbani hjarta Fáfnis. Þegar hann hafði bragðað á blóði Fáfnis skildi hann um leið mál fuglanna er kvökuðu í trjánum fyrir ofan hann, og hann heyrði einn þeirra syngja: „Spakur þætti mér spillir bauga ef fjörsega fránan æti“. Smámsaman reyndu menn til lækninga alla hugsan- lega líkamsparta og líkamsafurði, bæði dýra og manna; alt frá hor í nösuin, munnvatni, eyrnamerg, þvagi manna og dýra — til allra mögulegra innýfla, ekki einungis alidýranna heldur líka óargadýra og ftigla himinsins, eins og t. d. arnargall, fálkalungu, rjúpufóarn, refseistu o. m. fl. Trúin á líffæralyfin var alveg farin að dofna, a. m. k hjá læknum um s. 1. öld. En þá fékk hún nýjan byr undir vængi, þegar það vitnaðist, að unt væri að lækna skjaldkirtilsveiki í börnum með því, að gefa þeim að eta skjaldkirtil úr dýrum. Seinna reyndist einnig góður árangur af því, að gefa konum, er mist höfðu eggja- stokkana, lyf er hafði inni að halda eggjastokksefni úr dýrum. Eini gallinn á þessum lækningaaðferðum var þó sá, að stöðugt þurfti að halda áfram inngjöf kirtilefn- anna ef varanlegs árangurs skyldi vænta. Eftir að skilningur lækna jókst á þýðingu innrenslis- kirtlanna og safa þeirra, tóku líffæralækningarnar nýja stefnu. Það var reynt að spýta kirtilsafa úr dýrum beint inn í hold eða blóð, og virðast þær aðferðir ætla að hafa stöðugt vaxandi þýðingu. Eitt stórmerkilegt atriði stuðlar til þess. Innrenslissafarnir virðast vera því nær öldungis eins samsettir hjá ýmsum dýrum. T. d. virðist standa á sama hvort við tökum þá úr sauðkind, nauti, hundi eða manni. Þeir hafa sömu áhrifin ef þeim er

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.