Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 3
IÐUNN
Úr frumdráttum að söqunni „Skálholt".
II.
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
i.
I höfuðstað ríkisins við Eyrarsund, mitt í hinni stóru
borg, sem nú var sagt að hefði um 25,000 íbúa, gekk
Brynjólfur Sveinsson — einn og einmana.
Engir aðrir íslenzkir stúdentar voru í Haupmannahöfn.
Þórður Gíslason, yngsti sonurinn frá Bræðratungu, hafði
dáið hér í bænum nokkru áður en Brynjólfur kom. Og
til háskólans komu engir íslenzkir stúdentar þetta haust.
En það, sem mest jók á einveru hans, var það, að þjóð-
erni hans varnaði honum allra náinna tengsla við akadem-
iskan hóp. Þessi uppgötvun á beizkum sannleika kom
snögglega, á minna en sekúndu, á miðri götu, á leiðinni
frá Skóbúðunum að Amakurtorgi — einn dag í dez-
ember, þegar hann hafði hlaupið upp frá bókum sínum,
leiður á þeim og öllu. Hann hafði áður átt heima hér
í borginni fimm ár, á þeim fimm árum hafði hann ekki
eignast einn einasta danskan vin — og nú fyrst var
hann að uppgötva ástæðuna. Hún hafði í raun réttri
dulist honum þau ár, meðan hann var í hóp stúdenta-
landa, stundum 12—14. Nú var hann einn.
Ástæðan var sú, að á þessum fyrsta þriðjungi aldar-
innar höfðu íbúar Kaupmannahafnar myndað sér alveg
fasta skoðun á Islendingum. Fyrir aldamót hafði höfuð-
borg ríkisins haft lítið af þeim að segja; þeir höfðu að
14