Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Qupperneq 13
ÍDUNN
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
219
ursson Islending. Síðasia von hans var sú, að honum
kynni að skjóta upp við eitthvert skipið, sem færi heim.
Brynjólfur fór stundum marga daga í röð í þessa eftir-
leit niður við skipin. En þegar síðasta íslandsfarið lagði
úr höfn, um miðjan maí, varð hann að skrifa vini sínum
á Hólum, að öll sín leit hefði orðið árangurslaus.
Einn dag eftir hádegi, fám dögum eftir að hann hafði
fengið vitnisburði kennara sinna á háskólanum, fekk
Brynjólfur boð frá Resen biskupi, um að hitta sig tafar-
laust á biskupsgarðinum.
Resen biskup tók ástúðlega á móti honum og sagði,
að hér væri kominn maður úr Hróarskeldu, sem lang-
aði til að sjá, hvernig hann liti út. Við borðið gagnvart
biskupi sat ungur maður, ekki mörgum árum eldri en
Brynjólfur, bjartur yfirlitum, og horfði á hann opnum
bláum augum undir gulhvítum brúnum, fast og góðlát-
lega í senn. Hann sagðist heita Albert jörgensen Alte-
welt — magister Altewelt, skaut biskup inn í — og
hafa verið rektor dómskólans í Hróarskeldu síðustu tvö ár.
Brynjólfur kannaðist við skólameistarann; hann hafði
lesið á prenti fyrir fimm árum meistararitgerð hans, sem
fjallaði um rétta dómsaðferð í trúardeilum.
— Og nú vill hann gera þig að sínum konrektor,
sagði biskup.
Brynjólfur stóð kyr, án þess að bregða svip, hreyf-
ingarlaus eins og múrveggur, þar til biskup sló út með
hendinni:
— Ertu þá ekki glaður, maður?
— Eg hef aldrei verið jafn glaður á æfi minni.
— Það er ekki á þér að sjá, hló biskup. Lítur maður
svona út á Islandi, þegar maður er glaður?
Brynjólfur hló líka, vandræðalega, og rétti biskupi
höndina;