Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 14
220
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
ÍDUNN
— Quod felix et faustum sit1), sagði biskup alvarlega
og þrýsti hönd hans fast.
Magister Altewelt dvaldist að eins tvo daga í bænum
og afréð við Brynjólf, að hann skyldi aka með sér út í
Hróarskeldu og litast þar um. Brynjólfur hafði ekki
komið þar nema í eitt skifti, fyrir mörgum árum — þá
tii að sjá dómkirkjuna frægu.
A leiðinni sagði nú rektorinn Brynjólfi, hvernig stæði
á því, að konrektor-staðan hefði losnað. Dómkapítulinn
hefði kosið í stöðuna prest, sem nýlega hafði sagt af
sér preststörfum — Matthias Hvid hét hann — en
nokkru effir að honum hafði verið veitt embættið, hafði
Resen biskup farið um sókn hans og komist að því, að
presturinn hafði gert sig sekan í mjög alvarlegri yfir-
sjón, sem ekki hafði verið kærð: hann hafði útdeilt vín-
inu á undan brauðinu. Nú vildi kapítulinn láta hann
halda árslaunum sínum, en hafði falið biskupi að benda
á nýjan konrektor.
Brynjólf setfi hljóðan eitt andartak. Hann fór að
hugsa um, hve forlög manna væri ofin saman úr þús-
und þáttum. Þorláki biskupi, Vigfúsi Gíslasyni, Gísla
Oddssyni, Nikephoros, Resen — öllum þessum mönnum
og ótal öðrum átti hann þetta fyrsta embætti sitt að
þakka, og nú síðast en ekki sízt manni, sem hann hafði
aldrei séð né heyrt, þessum Matthias Hvid. Svo hristi
hann af sér þessa augnabliks angursemd — eða réttara
sagt, hún hristist af honum við ógurlegan kipp, sem
kom á vagninn.
Vegurinn, eða öllu heldur vegleysan, sem þeir óku,
var svo stórholótt og ekin, alla leið frá Langavaðstjörn,
að þeir hossuðust áfram í hverju hestspori. Brynjólfur
1) Það vili á gæfu og gengi.