Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 15
IÐUNN
Hallgrímur Péfursson járnsmiður.
221
hafði orð á, að sér væri óskiljanlegt, að menn tæki ekki
heldur jálkana og legði á þá söðul.
Þegar þeir höfðu ekið tvær mílur á tveim stundum,
blasti við Hróarskeldu krá fram undan þeim. Þá var
hálfnað, og vant að æja. Skólameistari spurði, hvort
hann myndi eftir stóra steinkrossinum þarna á hólbarð-
inu við krána. Jú, það mundi hann, en ekki hvað hann
táknaði.
— Hann var reistur hér á 14. öld af riddara Eskil
Hemmingson Snubbe til minja um farsællega barnsfæð-
ing húsfreyju hans á þessum stað.
— Veslings frú Snubbe, stundi Brynjólfur og staul-
aðist út úr vagninum, það hefir verið eftir tveggja tíma
akstur frá Kaupenhafn.
Þessi meinlausu gamanyrði virtust ekki falla í góða
jörð hjá yfirmanni hans tilvonandi. Magister Altewelt
stökk ekki bros. Hann um það. Þennan dag vildi Brynj-
ólfur hafa leyfi til að vera í góðu skapi.
— Það ber oft við, sagði skólameistari, án þess að
hafa augun af krossinum, að ógiftar kvensniftir leggja
nýfædda barnfugla sína hérna undir krossinn, stundum
í hörkufrosti á næturþeli — en barnið finst altaf lifandi.
Þessi orð kiptu Brynjólfi á svipstundu inn í þá al-
varlegu sinning, sem hafði náð tökum á förunaut hans.
En hann gat ekki komið hér auga á nein dularfull tengsl:
— Máske hefur það sína orsök af því, gat hann til,
að kráin er svo nálægt, svo hljóð barnsins heyrast sam-
stundis.
Altewelt hristi höfuðið við svo brotalausri skýring.
Og um leið og hann leit af krossinum og gekk við
hlið Brynjólfs hin fáu skref heim að kránni, sagði hann
í lágum rómi, líkt og sjálfum sér til áminningar: