Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 16
222
Hallgrímur Péfursson járnsmiöur.
IÐUNN
Hreinan berið skjöldinn,
háskaleg er öldin,
dauðinn hefur völdin.
— Hvaðan er þetta vers? spurði Brynjólfur.
— Það er reformationsvers — það kvað vera innfært
á einum stað í biskups Palladíus’ vísitazíubók.
Brynjólfur gat ekki sameinað allan þennan skyndi-
lega ömurleik í háttum skólameistarans við blá og góð-
lát augu hans undir gulhvítum brúnum, gullið sólarljós
dagsins, og þessa kynnisför sína til Hróarskeldu — og
það bara af því, að þeir fóru fram hjá gömlum stein-
krossi.
Þeir mötuðust í kránni. Og jafnskjótt og þeir héldu
af stað aftur, hóf Brynjólfur tal um trúrækileg efni. Hann
fann undir eins, að þeir voru sammála — þeir voru
báðir lærisveinar Resens og Brochmands. Og alt í einu
var nú eins og þeir hefði báðir skift hömum. Skóla-
meistarinn lék við hvern sinn fingur, og Brynjólfi veitti
forvelt að taka aftur gleði sína.
í miðjum St. Lucius’ kirkjugarði gnæfði dómkirkjan
fagra upp yfir Hróarskeldu bæ. Hringinn í kring um
kirkjuna stóð heil hvirfing af húsum, stærri og smærri,
eldri og yngri, sum af steini, sum af timbri, sum úr
múrbinding — eins og lítil borg í borginni, sem leifar
af fornum hringmúr vöfðu sterkum og stæðilegum örmum.
Þó að nú væri hábjartur dagur, var eins og eitthvert
kynjarökkur grúfði yfir allri þessari umgirtu húshvirfing.
Nei, rökkur var það ekki, þvert á móti, heldur einhver
annarleg birta, björt hið neðra, dökk hið efra, líkt og
reiðarbirta. Og það var eins og Altevelt, sem gekk hér
við hlið Brynjólfs, ljóshærður og ástúðlegur, væri alls
ekki svo ljóshærður og ástúðlegur, heldur ekkert annað