Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 17
IDUNN
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
223
en skuggi, sem hefði leynileg samtök við þau öfl, sem
fálu sig bak við þessa töfra.
Brynjólfur brosti að hjátrú sjálfs sín, og gekk inn um
stórt port, sem Altevelt opnaði, að litlum lokuðum garði
sunnan við dómkirkjuna.
— Þetta er Garður erkidjáknans, sagði Altewelt.
— Heitir hann það enn? spurði Brynjólfur.
— Garður erkidjáknans, já. Og húsið til vinstri handar,
þarna við brúna, það er Vor-frúar-kapella, og til hægri
er kapítulahúsið.
Þá gengu þeir í vestur.
— Og hvaða hús er þetta?
— Dúfnabræðra-klaustur.
Þá komu þeir að stórhýsi vestan við kirkjuna, beint
á móti aðalinngangi hennar. Það var í tveim gólfhæð-
um, og Brynjólfur taldi 15 gluggagrindur með hvelfdum
blýrúðum á hverri gólfhæð. Húsið var reist úr rauðum
munkasteini, með álnar þykkum múrum og feikna-traustu
undirlagi úr blágrýti, en upsir og gaflar prýddir got-
nesku flúri.
— Þetta er Claustrum lapideum1), sagði magister
Altewelt.
— Klaustur? endurtók Brynjólfur forviða. Er þetta
ekki skólinn?
— ]ú, það er einmitt dómskólinn. Hann er lokaður.
Við sjáum hann á eftir. Fyrst ætla ég að sýna yður
konrektors bústað.
Þeir gengu norður fyrir kirkjuna.
— Þetta eru alt kanokabústaðir ... Og í stóra hús-
'nu þarna — þeir gengu fram hjá fornu húsi frá mið-
öldum, með flatbjúgum dyrum og gluggum — þar hefur
!) Sleinklauslriö.