Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 19
IDUNN
Hallgrímur Péfursson járnsmiður.
225
kirkjunnar,. St. Lucius, sem Bugenhagen lét taka burt
fyrir nærri hundrað árum, mælti skólameistari.
Bugenhagen var hinn alkunni þýzki trúhvarfaskör-
ungur, sem Christian 3. hafði kvatt til Danmerkur til að
koma skipulagi á lífsstarf sitt hið mikla, upptöku siða-
skiftanna.
— Þér munið að Bugenhagen kallaði Hróarskeldu
»hinn pápiska stað«, bætti Altewelt brosandi við.
Altewelt hafði ekki slept orðinu fyr en sú spurning
reis upp í hugskoti Brynjólfs, hvort andi hins forna
átrúnaðar svifi hér enn yfir »vötnunum«. Ekki yfir kensl-
unni, prédikun guðs orðs, eða líferni manna, heldur yfir
sjálfum múrunum, eða í lofti uppi? Mundi hann mæta
svip erkidjáknans eitt kvöld í garðinum hans? Hann
hristi höfuðið. Það var rétt, kanokarnir í Hróarskeldu
börðust lengst og seigast allra gegn hinni hreinu trú.
Attu bænir þeirra og messusöngur enn eitthvert dular-
fult seiðmagn, sem ekki varð séð eða þreifað á, en varð
samt sem áður ekki bugað, heldur hvíldi yfir öllu á
þessum stað? Hann hafnaði slíkri skýring, án þess að
losna undan áhrifum hennar.
— Og þér hafið ekki verið nema tvö ár í Hróars-
keldu? spurði hann skólameistarann.
— ]ú, alt mitt líf, svaraði Altewelt, ég er fæddur hér,
og ég var kollega hér við skólann undir tveim síðustu
rektorum.
Þeir gengu út úr kirkjunni.
Brynjólfur dvaldist hér nokkra daga og lét skóla-
weistara kynna sér rækilega alla tilhögun kenslunnar —
áður hann hyrfi aftur til höfuðstaðarins, til þess að búa
s'9 um sumarið undir starf sitt.
En á hverju kvöldi, sem hann gekk til svefns, þennan
stutta tíma, sem hann dvaldi hér, hélt þessi »pápiski«
löunn XIV. 15