Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 22
228
Hallgrímur Pétursson járnsmiÖur.
IÐUNN
fyrir framan hann, var helt úr kirnu, fullri af óþverra,
og skall nærri að hitti hann. Hann var kominn inn í
slæma götu. Húsin voru af múrbindingi, eins og lang-
flest hús í borginni, en lág, gömul, óhirt hreysi. »Tröðin«
fram undan honum var full af óhreinindum, sem svo
mikinn ódaun lagði af, að hann tók fyrir vitin. Gegnum
allan þennan sólblikandi óþverra óðu börn berum fótum,
gauðrifin og hálfber, kámug upp fyrir eyru, hlæjandi og
æpandi. Aví, aví — sjálf syndin og eymdin hlaut að
glóa í bjarmanum frá lífsins ódauðlega báli.
Hann sneri við, yfir í næstu þvergötu. Hún var aðeins
lítið eitt þokkalegri, en hana vildi hann ganga. Eiginlega
þekti hann alls ekki þennan bæ, sem hann hafði lifað í
svo mörg ár. Hann hafði aldrei að kalla komið nema í
betri göturnar. Það var þreytandi að þramma altaf fram
hjá sömu húsunum, tilbreyting nú að ganga í þessum
þröngu tröðum og sundum. Guð varðveiti hann frá því
að eiga hér heima, en sjá það svona í fjarlægð, á göngu,
einn sólskinsdag, part úr sólskinsdegi — jú, það var
tilbreyting, þetta. Það var hræðileg játning, en það var
tilbreyting.
Þær iágu ekki í hverfum, þessar traðir, heldur skiftust
á við breið stræti um alla borgina. Nú kom hann inn
í tröð, sem var svo mjó, að hún var ekki vagnfær; hann
sá það líka á húshornunum, þar var enginn varnarsteinn.
Það var gott, að nú var hábjartur dagur, því að þarna
hafði honum loksins tekist að villast. Hvar var Bláturn?
Horfinn — —. ]æja, það vai líka tilbreyting! Einhvers
staðar norðan við aðaldrag bæjarins, milli Austur- og
Vesturports, var hann staddur. Honum stökk bros.
Honum stökk bros af því, að honum varð alt í einu
hugsað til móðurföður síns, Páls Jónssonar á Staðar-
hóli, í einni af hans mörgu utanförum. Þessi móðurfaðir