Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 23

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 23
IÐUNN Hallgrímur Pélursson járnsmiöur. 229 hans, einn hinna kunnustu valdsmanna landsins á sinni tíð, stóreignamaður og skáld, hafði siglt á konungsfund til að fá rétting mála sinna í langri og flókinni erfða- deilu. Hann skýrði konungi frá málum sínum, og féll síðan á annað kné með þessum orðum: »Ég lýt hátign- inni, en stend á réttinum*. Hann gat ekki komið því fyrir sig, í hvaða sambandi honum hafði dottið í hug þessi orð móðurföður síns. Þau höfðu einhver tengsl við umhverfið, en svo snögg, að hann misti þeirra. Það skapraunaði honum stórum. Sóðaskapurinn í þessari tröð var svo mikill, að Brynjólfur varð að stikla, fýlan svo megn, að hann gat varla náð andanum — en hið eina, sem skapraunaði honum veru- lega, var þetta, að hann gat ekki lengur munað, af hverju honum duttu þessi orð móðurföður síns í hug. Við endann á tröðinni kom hann inn í götu, sem hann kannaðist við. Hann vissi nú leiðina niður að Skóbúð- unum, en hann hélt lengra, suður fyrir aðaldragið. Hann kom inn í Magstræti og gekk eftir því. Þaðan og að Vatnshúsinu lá löng og mjó geil, einhver aumasta »gata« í borginni. ]afnvel um hábjartan sólskinsdag var geilin dimm. Brynjólfur þreifaði ósjálfrátt eftir korðanum í belti sínu, og gekk inn í geilina. Slík forvitni Iíktist honum ekki, hann gat eiginlega ekki gert sér grein fyrir orsök hennar, hvorki nú né síðar. Hann gekk fram hjá litlum hlaðgarði, en um leið og hann bar að opnu portinu, var honum sópað til hliðar eins og fisi. Einhver sótsvartur beljaki hafði í sama vetfangi komið út úr portinu og nærri velt honum um koll. Hann staðnæmdist hálft augnablik fyrir framan brynjólf og leit á hann ofan úr sínum líkamlega himni, oins og hann vildi horfa hann niður í jörðina, og á sama augnabliki var hann horfinn — þvert yfir geilina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.