Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 26
232
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
IÐUNN
endurtók smiðurinn með hljóðri og alveg ósjálfráðri
lotningu. Það hebði ég ekki haldið, að við mundum
hittast á þessum stað.
— Þú ert Norðlendingur, sagði Brynjólfur.
— ]á, af hverju ræðurðu það?
— Ég heyri það á úttalinu.
Þá brosti smiðurinn. Og þetta bros gerbreytti svipn-
um á þessu kámuga, sótsvarta andliti. Það lyfti svörtum,
þungum, hleyptum brúnum hátt upp frá svörtum, tor-
trygnum, reiðilegum augum, sem nú voru skyndilega
góðlátleg og skær. Munnurinn var ekki lengur strangur
— svo að beizkja lífsins hafði þá ekki enn markað sér
þetta unga andlit. Nei, á þessari stund var hann ekki
illmannlegur, þessi unglingur, sem þarna stóð fyrir
framan hann.
— Segðu mér eitthvað í fréttum, sagði smiðurinn
hálf-raunalega, hálf-tilhlakkandi — ég hef ekki séð Is-
lending í fimm ár. Bara ef andsk. — ... nei.
Hann stöðvaði blótsyrðið á vörum sér.
— Segðu mér nú fyrst, hvað þú heitir, bað Brynjólfur.
— Ég heiti Hallgrímur, og er Pétursson, sagði smið-
urinn.
Brynjólfi brá. Þetta var maðurinn, sem hann hafði
haldið spurnum fyrir allan veturinn.
— Hvað ertu gamall? spurði hann.
— 18 vetra.
Hallgrím furðaði, að Brynjólfur skyldi kannast við
hann. Af hverju brá honum svona, þegar hann heyrði
nafn hans? Hafði hann heyrt eitthvað misjafnt um hann?
Og úr hvaða átt? Hér stóð þetta óskabarn náttúrunnar,
með spora á stígvélunum og hvítan, stinnan kraga um
hálsinn, fyrir framan hann, afhrak úr öskustónni, skítugt
og rifið. Gotulegum svip brá fyrir í augum hans. Hann