Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 29
IDUNN
Hallgrímur Pélursson járnsmiður.
235
sínum sem á þessari stund. Hann snaraði frá sér hamr-
inum og settist á eikarstubb innan við smiðjudyrnar með
höfuðið milli handa sér.
Hann sat þarna með hendur á hnjám og teygði sig
svo langt fram, að skein í berar herðar hans og langt
niður á bak upp undan rifnum úlpuræflinum. Skáhalt
yfir herðar hans lágu rauðleitar, þrútnar rákir og ein
blóðrisa. Það voru greinileg mörk eftir nýafstaðna,
ruddalega barsmíð.
Brynjólfur spurði hann nú, hve lengi hann hefði dval-
ist alls að heiman. Hann spurði hann að því, þó að
hann vissi vel, að hann spurði um það, sem hann vissi.
Það var hálf-erfitt að taka upp aftur samræðuna í svipinn.
Hallgrímur anzaði ekki. Loksins, þegar Brynjólfur
hafði því nær gleymt spurningunni, stóð Hallgrímur
snögglega upp og sagði: — Fimm ár.
— Mér gengur ekkert verkið, bætti hann óðara við,
járnið mun ekki þykja smíða sig sjálft. Og hann tók
teininn og rak hann inn í aflinn.
Brynjólfur vildi um fram alt ekki tefja hann lengur,
en bað hann um að hitta sig í fyrstu tómstundum sín-
um á Kanslaragarði, nýja stúdentabústaðnum í Kanoka-
stræti. Hallgrímur hreytti úr sér hálfu loforði.
— Geymdu hugsanir þínar með sjálfum þér, sagði
Brynjólfur að Iokum, þangað til við finnumst næst. Það
vill þér til happs, að þú hefur talað hér við íslending,
annars mundi tungan verða skorin úr munni þér — í
minsta lagi.
— Ég hef hennar ekki mikil not, svaraði Hallgrímur
óðara og dró aflhólkinn upp og niður.
'— Ég á brýnt erindi við þig, sagði Brynjólfur stutt
°9 laggott, segðu mér afdráttarlaust, hvaða kvöld þú
9etur komið. Annað kvöld?