Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 30
236
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
IÐUNN
— Nei.
Það réðst loks með þeim, að Hallgrímur kæmi þrem kvöld-
um síðar, og Brynjólfur kvaddi hann og hraðaði sér heim.
6.
Kvöldið sem Hallgrímur Pétursson steig inn í her-
bergin á Kanslaragarði, hafði Brynjólfur beðið hans
nærri heila klukkustund. Hann færði ekki fram neina
afsökun, en þetta uppburðarlitla ungmenni, sem nú stóð
frammi fyrir honum, virtist vera öll önnur vera en sá
hinn þrjózkufulli, fruntalegi smíðasveinn, sem hafði
stöðvað fótmál hans fám dögum áður með roku af
blótsyrðum. Hann stóð nú hér jafn langur, magur og
slánalegur og áður, en gæfur nú og auðsveipur — og
hreinn. Hann var mjög dökkur á hörund, með hrafn-
svart hár og miklar, hrafnsvartar brúnir, munnurinn var
fínlegur, nærri kvenlegur, nefið íbjúgt með þunnum,
hviklátum nasblökum, kjálkabörðin breið og sterkleg,
hálsinn í styttra lagi; andlitið var niðurmjótt, og minti á
fallegt hesthöfuð. Hann var mjög fátæklega til fara, í
svörtum kjól, sem farinn var að grænka, með svart,
gljáandi traf um hálsinn, sem vantaði ekki annað en þvott
til að losna við gljáann. En sú breyting, sem Brynjólfur
tók fyrst eftir, var sú, að Hallgrímur þéraði hann. Bryn-
jólfur leyfði það, án þess að breyta við hann sínu
ávarpsformi.
— Er þig ekkert farið að langa heim? spurði Bryn-
jólfur strax og þeir höfðu sezt.
— Eg kemst það ekki, sagði Hallgrímur blátt áfram.
— Þú kemst það ef þú vilt, sagði Brynjólfur. Þú
getur farið i vor með fyrstu skipum. Þorlákur biskup
bað mig um að reyna að spyrja þig uppi og bjóða þér
að kosta heimför þína, hvenær sem þú vildir.