Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 36
242
Hallgrímur Pétursson jármmiður.
IÐUNN
Hans Nansen íók erindi Brynjólfs vel, en þegar hann
heyrði nafn Hallgríms Péturssonar, kom á hann hik:
— Eg þekki piltinn, sagði hann. Eg var víst sá fyrsti,
sem veitti honum ofurlitla atvinnu á plássinu í Gliick-
stad, þegar hann kom að heiman. Hann flæktist frá
okkur af einhverjum misskilningi, eða þrjózku — hann
þoldi víst illa agann. En Hallgrímur Pétursson og skriftir
— er hann annað en einfaldur bóndadrengur?
— Hann hefur verið tvö ár í Hólaskóla og er af
góðu fólki. Mér er ant um að sjá honum borgið. Hann
yrði að vinna starf sitt seinni partinn, því á daginn er
hann í skólanum, og á nóttunni verður hann að lesa.
— ]æja, hér skal hann ekki verða barinn, sagði
Nansen brosandi, og lofaði að gera fyrir hann það lítið,
sem unt væri.
Þegar Brynjólfur bar Hallgrími þessar tvennar fregnir,
fám dögum síðar, tókst hann á loft. Hann var þá, eftir
alt, undir handleiðslu og blessun Guðs.
— Það verður erfiðast í byrjun, sagði Brynjólfur. En
þú ert stór og sterkur og getur unnið fyrir þér allan
helming ársins, meðan skólinn er lokaður.
— Ég get unnið fyrir tíu, svaraði Hallgrímur, og
rétti úr öllum hlykkjum líkama síns. Hann stóð hér
þráðbeinn, í fyrsta sinn.
— Eftir þrjú ár verður þú að vera kominn upp í
meistaralexíu, hélt Brynjólfur áfram, þá harðnar stúdíið,
en þá geturðu fengið Resenii brauð . . .
— Hvað er það?
— Biskup Resen hefur fyrir fám árum stofnað sjóð
til útdeilingar á brauði til fátækra pilta úr meistara-
lexíu, útlistaði Brynjólfur — og að þeim tíma liðnum
getur þú máske líka fengið máltíð þína á Klaustri.