Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 47
IÐUNN
Um listir.
253
í meðferð viðfangsefnis, sem á það skilið að komast á
léreft, á sama hátt og við spyrjum ekkert um skólastíla
merkilegra rithöfunda, né barnaskóla-skrifbækur manna,
sem á annað borð eru skrifandi.
Um leið og ég rita þessar línur, kenni ég mikils sárs-
auka vegna íslenzkra listamanna. Hvergi eru kjör lista-
manna eins ömurleg eins og þar, sem nýrík, fávís og
ómentuð eyðslustétt hefur hafist til valda með skjótum
atburðum. Listamenn eru þar sömu lögum háðir um sölu
listar sinnar eins og annarsstaðar. En hin ómentaða
eyðslustétt gerir engar þær menningarkröfur, sem margra
kynslóða hóglífi hefur ræktað í henni annarsstaðar, og
sem eru megin-grundvöllurinn undir sölu-möguleikum
listamannsins. Lífsskilyrðin fyrir listamanninn byrja í
raun og veru þá fyrst, er svo rofar í fávizkuþoku
eyðslustéttarinnar, að henni skilzt, hvert gagn má hafa
af listum um boðun sérréttinda sinna og lífsstefnu, og
þegar hin frumræna græðgi hefur þokað fyrir þörfum,
sem krefjast fagurfræðilegrar fullnægju. Slíkt tekur venju-
lega nokkra mannsaldra, og má ekki segja, að enn sé
komið á það stig hér. En á meðan svo er, verður saga
íslenzkra listamanna ömurlegri en stéttarbræðra þeirra
í öðrum löndum, því ofan á byrðar þær, sem listamönn-
um alment eru lagðar á herðar í stéttaþjóðfélagi, bætast
enn þrennar hörmungar: Erfiðari aðstaða til náms, smæð
þjóðarinnar og mentunarskortur og andleg eymd þeirrar
stéttar, sem tögl hefur og hagldir í þjóðfélaginu.
IV.
Listamenn verða að framleiða seljanlega vöru til þess
að geta lifað. Á hinn bóginn er þeim ætlað að verða
forbrjótar mannkynsins um landnám á sviðum andlegs
lífs. Hver einasti listamaður, sem nokkur veigur er í,