Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Qupperneq 51
IÐUNN
Um listir.
257
innai* saman komna á einum stað — hrjáðan, misskilinn,
hundeltan og afvegaleiddan hóp, með lyklavaldið að
sálum mannanna í annari hendinni og vansæmandi úr-
slitakosti stéttaþjóðfélagsins í hinni.
V.
Ætla mætti, að einhverjum dytti í hug, af því sem
hér er sagt, að mér væri illa við listir og listamenn.
En þetta er hinn mesti misskilningur. Og til þess að
fyrirbyggja hann algerlega vil ég taka það fram, að
langsamlega mestan hluta tómstunda minna, síðan ég
komst til vits og ára, hef ég notað til þess að njóta
lista. Einkum á þetta við um bækur. A meðal minna
fáu kunningja eru tiltölulega margir listamenn, og ég
hef aldrei kynnst listamanni, sem mér hefur ekki orðið
persónulega hlýtt til. En það, sem ég vildi vekja athygli
á, er þetta: Hin hugsandi alþýða nútímans hlýtur að
snúa baki við hinni drottnandi list, að því skapi, sem
henni vex menntun og skilningur og stéttarvitund hennar
eykst. Henni verður það ljóst, hér á landi eins og annars-
staðar, að trúarbrögð og listir verða síðustu tækin, sem
yfirstéttirnar reyna að nota til þess að loka augum
hennar og eyrum fyrir afstöðu hennar til vandamála
lífsins. Listamenn yfirstéttarinnar hafa þegar úttekið sín
laun. Alþýðan tekur að skapa og vernda og styðja sína
eigin list — listina í þjónustu lífsins, öreigalistina.
Krafan um öreigalist er ekki í því fólgin, að lista-
mennirnir taki sér fyrir hendur að boða jafnaðarstefnu
og ekkert annað en jafnaðarstefnu. Oðru nær. Þegar
listin verður að einhverju leyti hafin upp úr vansæmd
og áþján samkepnisæðisins, þegar hún hættir að vera
hofprestur í félagsmusteri eyðslustéttarinnar, þá blasa við
listamanninum víðar lendur undursamlegra viðfangsefna.
Iöunn XIV. 17