Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 53
IÐUNN
Um listir.
259
Hugsandi nútímamaður lítur ekki við öðrum listum
en þeim, sem bera slíkt aðalsmark voldugra hugsjóna.
Hann veit að einkenni hinnar komandi listar er það,
að fyrir ásýnd hennar munu kyrstöðumenn allrar jarðar
kveina og skjálfa, bölsótast og formæla. A undan góðri
list fara hróp hinna hræddu, í spor hennar fer fögnuður
hinna hrjáðu og undirokuðu, sem kenna sig endurleysta
fyrir mátt hennar. Slíkrar listar væntir alþýða íslands.
Slíka list vill hún elska og vernda og styðja. Og framar
öllu öðru vill hún styðja að því, að slíkri list verði vært
á Islandi. Sigurður Einarsson.
Sænsk ljóð.
Eftir Gustaf Fröding.
Sagan um Gral.
Þreyta eftir kvalræði efasemda, ófreskisýnir og dul-
rænar hvíslingar sóttu á mig. Eg varð yfirstiginn af
ómeginshöfga. Og mig dreymdi söguna um Gral.
Gral er svalalind alls, sem er. Hann er hámark skygni
og máttar; gimsteinn með undarlega björtu skini; vizku-
steinninn.
Hann var ker af smaragði endur fyrir löngu, fult af
ódáinsvíni. En kerið Iokaðist um vínið, og það er orðið
að rúbínsteini.
Gral er hvorttveggja í senn: smaragð og rúbín og
felur í sér glóð af beggja eldi; er grænn eins og vonin
og gróður vorsins; rauður eins og kærleikurinn.