Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 57
IÐUNN
Frá Hallvarði Hersi.
*
(Ur Hugleiki mjögsiglanda).
Eftir Gunnar Gunnarsson.
— — — Maður er nefndur Hallvarður Hersir. Hann
er norskt skáld og hefir gefið út bækur. Þessar bækur
eru venjulega um höfuðskepnurnar. Ef hann skrifar um
menn, eru þeir líka höfuðskepnur eða eitthvað í þá átt
— höfuðskepnur og rafvirki. Brotsjór hefir lært af Hersi,
að svo miklu leyti, sem Brotsjór getur lært. Hann tré-
neglir einnig stemningar sínar saman með gífuryrðum,
djöfuldómar, lostafullar samfarir í morgundögg hjá dýr-
um, sem annars eru ekki vön að koma nærri hvort
öðru. En stemningin varðar mestu. Hana hefir Brotsjór
höndlað með heilabrotum sínum og laugað sig í henni
niðri í hyldýpi sálar sinnar. Hann er ekki náttúrufræð-
ingur, að eins smá-Pan í dýragarðinum.
Kvöld eitt rekst eg á Hallvarð Hersi í Allégöiu, þar
sem hann er í þann veginn að velta um sporvagni.
Davíð og Brotsjór standa hjá og einblína á; þeir virð-
ast þekkja manninn. Eg nem staðar og glápi líka.
Vagninn kemst ekki leiðar sinnar, því að hinn norski
jötunn hefir svift þakstönginni af aflþræðinum. Honum
dettur ekki í hug að velta vagninum eins og ég hélt
fyrst; hann ætlar rétt að flytja hann á aðra teina. Hann
vill alls ekki fara til Valby. Hann á ekkert erindi til
Valby. Hann vill leigja »den her Trikken* stundarkorn
með ökumanni, umsjónarmanni og farþegum og vill aka
spottakorn um bæinn. Hann veifar seðlahrúgu, spjallar