Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 65
IÐUNN
Frá Hallvarði Hersi.
271
krónur, sem hann vantar — það eru nefnilega mánaða-
mót, og hún hefir rétt í þessari andránni fengið kaupið
sitt. Nú er um að gera að þjóta af stað með kjólfötin.
En ekki förum við að skilja eftir leka í flöskunni, það
kemur ekki til nokkurra mála.
Eftir drykklanga stund erum við búnir að tæma flösk-
una og veðsetja kjólinn. Við Hallvarður stöndum í glaða
sólskini fyrir utan veðlánshúsið með þessar 50 krónur,
sem hann þarf að nota. En Hallvarður er nú orðinn
dauðþyrstur. Hann vill fara út á »Tre Hjorter* og fá
sér slatt af öli, hann verður líka að fá sér eitthvað að
eta, og eg hlýt að koma með. Við tveir skiljumst ekkþ
skiljumst aldrei framar.
Eg streitist á móti af beztu getu, en mér verður ekki
meira ágengt en svo, að Hallvarður stingur 45 krónum
í vasann innan á vestinu sínu; þær megum við ekki
snerta. Við getum fengið mat og bjór fyrir 5 krónur.
Og því ætli kerlingarnornin geti ekki átt hjá honum
skitnar 5 krónur.
Seint um kvöldið drögnumst við inn í herbergi Hall-
varðs. Hallvarðar hringir í mestu rólegheitum á vinnu-
konuna og trúir henni fyrir vandræðum okkar. Hann á
ekki grænan eyri eftir; hann veit ekki, hvernig á því
stendur. Og nú verður hann að fá eina flösku af port-
víni — heilflösku. Þrjú glös — — —
Meðan við erum að bíða eftir portvíninu, segir Hall-
varður mér ofnsöguna. Guð má vita, hve oft hann er
búinn að því áður.
Einu sinni var hann gestkomandi í stofu, þar sem
var bölvanlega heitt. Þá þreif hann glóandi ofninn í
fangið, kippti honum lausum og bar hann út á stiga-
brúnina.
Eg er fyrir Iöngu búinn að hella allri aðdáun minni