Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 66
272
Frá Hallvarði Hersi.
IÐUNN
yfir Hallvarð Hersi, þar er ekki dropi eftir. Mér er
ómögulegt að hlæja lengur hátt og innilega eins og
Hallvarður ætlast til eg geri. Mér er farið að hraka
stórlega og finnst eg vera orðinn gamalmenni. En eg
hefi hjálpað til að eyða öllum þessum bölvuðum pen-
ingum og verð nú að leggja mig í líma til að útvega
50 krónur handa húsmóðurinni og 20. krónur handa
vinnukonunni.
Portvínið er komið, og Hallvarður er nú farinn að
lesa mér úr skáldriti sínu, »Eldinum«. Það er eina bókin
hans, sem hann skilur aldrei við sig og lætur hana
liggja á náttborði sínu inn bundna í krókódílsskinn.
Annars er Hallvarður orðinn álíka raddlaus og pen-
ingalaus, og smám saman sígur á hann svefnhöfgi. Hin
glæsilega innbundna bók rennur hljóðalaust niður á gólf-
ábreiðuna. Eg tek hana gætilega upp og legg hana á
borðið, svo nálægt Hallvarði, að hann getur hæglega
seilzt til hennar, hins vegar flyt eg portvínsglasið svo
langt frá honum, að hann getur ekki seilzt eftir því.
Þungt höfuðið á Hallvarði drúpir langt niður á breiða
bringuna. Eg lofa honum að sitja, en legst sjálfur á
legubekkinn.
Allt í einu rýkur hann á fætur, öskrandi, stendur
titrandi með tryllingslegu, starandi augnaráði. En mér
tekst þó að sefa hann, og eg lofa honum því við dreng-
skap minn að yfirgefa hann ekki, legst aftur á Iegu-
bekkinn og bið hann blessaðan að hátta nú og sofna.
En Hallvarður vill endilega eftir láta mér rúmið sitt,
en liggja sjálfur á legubekknum. Þegar hann fær því
ekki fram gengt, fleygir hann svæfli á gólfið og legst
þar niður. Eg legst við hlið hans, og þannig tekst mér
að fá hann til að leggjast upp í rúmið sitt.
En eg nýt ekki mikilla náða. Hallvarður blundar,