Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 69
IÐUNN
Kirkjan á fjallinu,
höfuðrit Gunnars Gunnarssonar.
Eftir Halldór Kiljan Laxness.
1.
Vera má, að það sé heizti ljóðrænt að nefna Gunnar
Gunnarsson hjarðmann, sem hafi í æsku yfirgefið beiti-
löndin og gerst kornskurðarmaður á láglendinu. Hitt er
hverju orði sannara, að hann er kominn úr hrjóstrugu
landi, þar sem mest er af grjóti, og gróður, þótt ilm-
rænn sé, að sama skapi fábrotinn og smáger, sem fjöllin
eru stórbrotin og hrikaleg, og hefur tekið sér bólfestu
í landi, þar sem uppskera af litlum bletti nemur stóru
bindini. Ekki tjáir heldur að gleyma því, þegar talað er
um upphaf Gunnars Gunnarssonar, að á Austurlandi er
hin salta remma úthafsins mikill höfuðkennari. Þessi
heimkynnaskifti Gunnars koma ljóst fram í verkum hans.
Hann er staðbundinn Austfjörðum í efnisvali, en í bún-
ingi efnis má segja, að frjóseminnar kenni því meir,
sem hann dvelst lengur á Sjálandi, og skal síðar vikið
að því betur. Nú mun verða haft móti þessu, að Gunnar
hafi skrifað scgur annarsstaðar frá en Austurlandi, til
dæmis tvær sögur frá Reykjavík. En því er að svara,
að Vargur í véum og Sælir eru einfaldir eru allra sízt
sögur frá Reykjavík, því þar vantar hvorttveggja í senn,
reykvískt andrúmsloft og reykvískan hugblæ, heldur eru
þær mjög óstaðfróðar, mér liggur við að segja óhlut-
kendar sögur af ægilegum náttúruöflum, svo sem eld-
gosum, farsóttum, brennivíni, heimspeki, örvæntingu og