Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 72
278
Kirkjan á fjallinu.
IÐUNN
legs guðsorðs, snævar, »sem sáldrasf niður« og skipa,
sem brotna. Blær ímyndunaraflsins í þessari bók er í
fylsta samræmi við skaplyndi höfuðskepnanna á strönd,
þar sem ódræp kynkvísl stendur öld fram af öld ber-
skjölduð gagnvart því, sem hún kallar guð, en táknar í
hagnýtu máli slæmt tíðarfar, gæftaleysi, samgöngubann,
lélegan heyskap, afleita verzlun, ]ónsbók, ritningar-
greinar, vond húsakynni og yfirvofandi slysfarir; Gunnar
Gunnarsson er sprottinn upp af slíkri strönd. Bókin
hefur ekkert inni að halda óheilbrigðara né ónáttúrlegra
og svartara en þá baráttu, örbirgð og örvæntingu, sem
er bundin fjallgrjóti Austurlandsins og fjörugrjóti um
aldaraðir: ».. . Bölvaða líf, ef einhver guð hefur skapað
þig og stjórnar þér, þá er það illur guð, vanmáttugur
guð, heimskur guð. ... Lífið er ekki annað en strönd,
sem okkur er öllum skolað upp á, og vér brjótum þar
skip vort, hver með sínum hætti. Við erum allir sjórekin
lík ... á strönd lífsins . ..« (Ströndin, þýðing E. H. Kv.,
bls. 352). — I hagsögulegu lífi á þessi speki hlið-
stæðu sína í hinum mikla landflótta, sem átti sér stað
einkum frá Austurlandi og Norðausturlandi á síðasta
fjórðungi nítjándu aldar og fram yfir aldamót. Flestir
fluttu norður í eyðilönd Kanada, þar sem sízt tók betra
við, en Gunnar Gunnarsson fór til Sjálands, — þar
sem betra tók við.
Sama sagan og í Ströndinni endurtekur sig f Varg-
inum, Drengnum, Sælir eru einfaldir og Dýrinu með
dýrðarljómann, — maður heldur áfram að sjá fyrir sér
Austurland séra Sturlu, enda þótt séra Sturla drukni
fagnandi fyrir sunnan land í gervi (Jlfs Ljótssonar í
Varginum, sigli til hafs á ísjaka með Ijóð á vörum í
Drengnum, brjálist af langvarandi vantrú í líki Gríms