Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 74
280
Kirkjan á fjallinu.
IÐUNN
bændur setið, fámæltir og jarðdygðugir synir landsins.
Eins og sagan segir, að eldar brenni á næturþeli yfir
fólgnu gulli, tekur alt í einu bál að loga yfir þessum
forna bústað, sem er hálfur sokkinn niður í volgnandi
jörðina. Frá hinum gráu steinum, hinum grýttu bændum
rís bjartur og kyrlátur logi við himin, loginn frá hinum
síbrennanda þyrnirunna lífsins. Rödd guðs hefur talað...<
(Nótt og draumur, bls. 541 — 543).
Loginn, sem stendur upp af hinum grýttu bæjum og
hinum grýttu bændum hefur alt í einu fengið mál og er
farinn að tala — ekki fyrir Reykvíkinga né bókmenta-
gagnrýni vora, heldur fyrir útlendar þjóðir, fyrir heiminn.
Það er Gunnar Gunnarsson.
Ég er ekki að segja, að Ströndin né hin önnur rit, sem
standa í kerfi umhverfis hana, séu nein algild meistara-
verk, — ég ætla mér yfirleitt ekki í ritgerð þessari að
leysa af hendi gagnrýna bókmentarannsókn á Gunnari
Gunnarssyni, heldur er ég frekast að tala um höfundinn
sem náttúrufyrirbrigði og náttúrukraft. Ég get hugsað,
að Ströndin megi kallast ein af þeim bókum, sem eru
hvorki vel né illa skrifaðar, fremur en t. d. bækur
Dostojewskis eða Dreisers, en hún er útstreymi voldugs
persónuleika, sem á uppruna sinn í öllu grjóti Austur-
lands milli flæðarmáls og snjólínu, í senn fjallgrjóti og
fjörugrjóti. Hún er ögrandi minnisvarði yfir örlögum
grýttra bæja og grýttra bænda — í mentuðu formi.
Gunnar Gunnarsson er hinn talandi logi upp af þessari
helberu apalurð. Það er rödd mannsins, sem hefur
hrapað í Búlandstindi, dottið af danska skipinu, legið
ellefu sinnum úti og fest augað í sér á hríslukvisti, —
og augað deplar framan í hann af kvistinum, — en
samt skrimtir hann. Þessar brennisteinsfúlu bölsýnis-
orgíur hinna fjögurra—fimm höfuðrita Strandartíma-