Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 77
IÐUNN
Kirkjan á fjallinu.
283
undaræfi hans, Kirkjunm á fjal/inu. Bókin fjallar, eins
og kunnugt er, um hans eigin lífsbaráttu frá blautu
barnsbeini og skýrir frá afstöðu hans til þeirra manna
og kvenna, ungra og gamalla, sem næstir honum hafa
staðið á æfibrautinni. Sjálfur er hann sem sagt kjarni
verksins, og verður þannig ekki annað af bókinni ráðið,
en að hann kalli sjálfan sig »kirkjuna á fjallinu*. Það
virðist tákna, að í eigin vitund sé hann einskonar útvalið
ker, talandi musteri, »kirkja á öræfatindi* — eins og
annar samtímismaður hans, sem nú er liðinn, orðaði
þessa tilfinningu í snildarlegu kvæði. Og með þessu
mikla höfuðriti sínu, — bókin er 1750 blaðsíður að
stærð og hefur kostað höfundinn sex ára vinnu, — er
Gunnar Gunnarsson genginn undir önnur stjörnumerki.
Það eru einkum fernskonar »framfarir«, sem hafa átt
sér stað í list hans.
Hann hefur snúið baki við hinum úreltu, fyrirferðar-
miklu og jarganlegu viðfangsefnum, sem fyrir sjónum
nútímans eru í eðli sínu frekast blaðfréttaleg, lagt á
hylluna hin geðshrærandi (sensasjónölu), voveiflegu og
frábrugðnu atvik Iífsins og snúið sér að lífinu sjálfu eins
og það birtist sterkast og auðugast í sinni fjölskrúðugu
en æfintýralausu, óblaðfréttalegu dýpt hversdagsleikans;
— leiðin liggur frá »sögunni«, dramanu, til lífsins.
í annan stað hefur hann kastað á hauginn öllum
spekinga-vangaveltum yfir lífi og tilveru og gefið skoll-
ann í alla hina þrautleiðinlegu og óupprunalegu, litlausu
og lyktarlausu doktora, prófessora, presta, ráðherra,
kaupmenn og alþingismenn, sem allir virtust þjást af bil-
uðu milta eða einhverju þessháttar, og pirruðu lesandann
alveg óguðlega í Ströndinni, Varginum, Sælir eru ein-
faldir og þeim bókum — aðallega vegna þess, hve þeir
virtust óskilgetin afkvæmi höfundarins. Aður tók höfund-