Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 82
288
Kirkjan á fjallinu.
IÐUNN
urinn er orðinn drepskelkaður og bíður með lotningu
og hryllingi eftir því, sem kann að koma næst. En
þegar þjóðin er farin að hlusta, þá yfirgefur hann vinnu-
brögð hinna þungu, dramatisku drátta og tekur að leggja
rækt við hin smágervari og hugðnæmari blæbrigði meist-
arastílsins. En að sama skapi sem aukin viðurkenning
breytir afstöðu hans í þjóðfélaginu og fjárhagsraunir
hverfa, þá veitist honum það frjálsræði og næði, sem
útheimtist til að afkasta jafnvægu, þroskaríku, forkláruðu
verki, og slíkt verk er Kirkjan á fjallinu.
3.
Kirkjan á fjallinu er að því leyti fullkomin tízkuskáld-
saga, að inntak hennar er samrunnið forminu og ekki
sundurgreinilegt frá því. I þessu má líkja nútímaskáld-
sögum við kerlist (keramik). Með þessu er ekki sagt,
að á öllum þessum 1750 blaðsíðum Kirkjunnar standi
ekkert, sem hægt sé að endursegja, heldur hefur það,
sem þar stendur, ekki gildi, nema í þessum ákveðna
búningi.
Ritinu er skift í fimm bækur, sem hver um sig hefur
birzt sérstök, og skal hér að lokum gerð stuttleg grein
fyrir hverri þeirra um sig.
Leikur að stráum segir af sjónarmiðum ofurlítils dala-
drengs gagnvart tilverunni á Austurlandi, fólki og fé,
lofti og jörð ásamt leikjum hans. Ef hægt væri að tala
um sögulega stígandi á þessum 322 síðum, þá er hana
helzt að finna í ástasögu milli hetjunnar sjö ára gam-
allar og telpu á næsta bæ og hinzta skilnaði þeirra.
Bréfin, sem Uggi Greipsson skrifar hinni ungu ástmey
sinni á fagurlita súkkulaðimiða og þess háttar, eru ein-
hver hin hugnæmustu og upprunalegustu skilríki um
hina einföldu töfra barnslegs tilfinningalífs. Foreldrar