Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 86
292
Kirkjan á fjallinu.
IÐUNN
mér í hugarlund*. (Bls. 521—522). Bókin endar á því,
er Uggi Greipsson lætur í haf.
Óreyndur ferðamaður segir af för Ugga til Danmerkur
og skólagöngu ásamt upphafinu að baráttu hans á höf-
undarbrautinni, þar sem ein vonbrigðin eru öðrum sár-
ari. Hann er snauður og aðstoðarlaus, neyðist til að
gefa sig við líkamlegri vinnu, — tilraun, sem fær þó
skjót og skáldleg endalok, flæmist til Arósa með þeim
ásetningi að maka þar krókinn sem blaðskrifari, en fær
ekkert af skrifum sínum inn í blöðin, semur skáldsögur,
— enginn vill gefa þær út, leikrit, og enginn vill leika
þau. Hann dregur fram lífið á því að halda fyrirlestra
á sveitabæjum. Hið lengsta, sem hann kemst í velgengni
á þessu Arósa-tímabili er, þegar hann er beðinn að
annast röðun íslenzkra bóka þar á safninu. Uggi alls-
hugar feginn, þykist hafa himin höndum tekið, skrifar
heim um frama sinn og þrælar vikum samfleytt við að
koma reglu á þessar bækur, en hefur sjaldan að borða.
Loks, þegar ætlunarverkinu er lokið, þakkar bókavörð-
urinn honum virkta vel, en um leið kemur upp úr dúrn-
um, að bókasafnið hefur aldrei litið á þetta sem verk,
er kæmi á útgjaldalið, heldur aðeins sem lítilfjörlegan
greiða, og fékk Uggi þannig ekki annað kaup fyrir strit
silt en rykið af skræðunum, meðan hann var að raða
þeim. Hann gengur manna á meðal síðhærður með lista-
mannsslaufu, fær ekki að borða nema af tilviljun og
verður auðvitað fyrir því óhappi, þegar honum áskotnast
nýr hattur, að missa hann undir sporvagn sama kvöldið.
Hann trúlofast danskri smábæjarstúlku, sem vill, eins og
lög gera ráð fyrir, láta mannsefnið leggja fyrir sig ein-
hvern hagnýtan atvinnuveg, unz þau koma sér saman
um að taka dálitla búðarholu á leigu í sveitakauptúni
og Uggi Greipsson ætlar að gerast kaupmaður. En