Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 87
IÐUNN
Kirkjan á fjallinu.
293
ákvörðunin bilar, trúlofunin leysist upp og Uggi fyllir
brjóstið af nýjum framtíðarvonum, en handtöskuna sína
af múrsteinum til þess að láta líta svo út sem hann eigi
nokkurn farangur og flytur þetta til Kaupmannahafnar.
Þessi bók hefur sízt minna æfisögugildi en nokkur
hinna undangengnu, en hún fjallar um tímabil í æfi höf-
undarins, sem er óstálpað og laglaust, þroskalínurnar
eru enn hálfdregnar, fullnaður æfihlutverksins Iangt fram
undan. Hinu verður ekki neitað, að lýsingar hans á
danskri náttúru, mönnum og staðháttum bera ekki með
sér þann upprunalega ilm, sem einkennir lýsingar hans
að heiman.
Fimta og síðasta bindi Kirkjunnar á fjallinu er Hug-
leikur hraðsigldi. Nafnið gaf hann sjálfum sér í æsku,
er hann stjórnaði í dagdraumum skipum sínum yfir
himininn. Hún lýsir baráttu hans í Höfn, unz hann er
orðinn tindhagur og naglfær í list sinni og stendur föst-
um fótum sem rithöfundur. Framan af er æfi hans von-
lítið stríð við brauðleysi, skóleysi og heimilisleysi og eru
þær lýsingar í senn fáránlegar og átakanlegar; stálið í
honum hitnar, dignar og harðnar á víxl. Eftirminnileg
er frásögn hans af því, er hann tínir á tjarnarbakka í
Friðriksberg-garði skorpur, er menn hafa kastað til
fuglanna á tjörninni, en ekki dregið nógu langt: >Stund-
um er ég mjög heppinn, klófesti kannski heila munn-
fylli. Samt sem áður, þrátt fyrir iðni, pössunarsemi og
þolinmæði, verður það þó aldrei neinn verulegur atvinnu-
vegur*. (Bls. 117).
Athuganir Ugga á mönnum og málefnum eru hér að
sama skapi ólíkar sjónarmiðum bernskunnar sem um-
hverfið hefur breyzt. Mannlýsingarnar eru allar litaðar
tortrygni, alstaðar blandnar kímni og stundum beisku
háði, — >þau ár, þegar vorkunn mín með öllu lifandi