Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 94
IÐUNN
Svo mælti austrænn vinur.
Við erum saman komin eitthvað tvö þúsund og fimm
hundruð manns í smábæ á Norður-Sjálandi. Það væri
of mikið að segja, eins og í ritningunni stendur, að við
værum af öllum tungum, þjóðum og kynkvíslum. En þó
hefur þessi hópur verið saman dreginn af meira en
fjörutíu löndum.
Hvert sem maður snýr sér í þessari litlu bæjarholu,
getur að líta einkennilega menn, hvarvetna kveður við
hljómur annarlegra radda og kynlegs málfars í loftinu.
I gærkveldi mætti ég manni og konu. Þau gengu um í
skemtigarðinum í hálfrökkrinu og ræddust við af trúnaði.
Þegar ég nálgaðist þau, sá ég að maðurinn var amerísk
ungfrú í reiðbuxum og knéháum gljástígvélum, en konan
Hindúi í skósíðri, ljósri skikkju með túrban á höfði.
Jæja, hugsaði ég með mér, eigi að síður er þetta maður
og kona, eins og ég bjóst við.
En aðalsarnkomustaður okkar á kveldin er niður við
Eyrarsund, í görðunum umhverfis og á svölunum fyrir
framan hið mikla baðhótel. Það er milt í veðri, þó að
komið sé langt fram í ágúst, og sundið dimmblátt og
yndislegt, og mánabjartar nætur. Inni leikur hljóðfæra-
sveit, og það er mjög tíðkað, að menn dansa nokkra
dansa milli þess, er þeir róla niður að fjöruborðinu eða
gera sér annað til dægrastyttingar. Mér er ekki dans-
listin lagin á borð við það, sem nú er krafist af mönn-
um í þeirri grein. Ég kýs heldur að sitja ýmist úti eða
inni og spjalla við fólk, ef þess er kostur.
Á þessum slóðum dvelja auðugar landeyður í hur.draða-