Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 100

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 100
306 Svo mælti austrænn vinur. IÐUNK sem hjarðirnar safnast að brunninum á kveldin, meðan húsfaðirinn situr undir tjaldi sínu og stjörnur himinsins loga eins og silfur-kyndlar. Hún er trúin þar, sem veg- móðir karavanar koma til borganna við hafið og gullnir turnar bjóða þá velkomna. Vér getum þokað henni dá- lítið norður fyrir takmörkin, dálítið suður fyrir þau. En þar veslast hún upp, verður hrygðarmynd, eins og krist- indómur yðar. En vei oss, ef vér svíkjum Islam þar, sem hún ein er sannleikur*. Svo mælti hinn austræni vinur minn. Það verður löng þögn. Hann situr grafkyrr og virðist hafa gleymt mér gersamlega. Alt í einu snýr hann sér að mér og segir vingjarnlega, og hin annarlega værð liggur eins og þoka yfir augnaráðinu: >Eg hef, ef til vill, þreytt yður eða sært með því að segja alt þetta vi.ð yður. Mér er per- sónulega hlýtt til Vesturlanda. Ég hef árum saman stundað nám í Þýzkalandi. Ég elska þá tungu, og mér hefur verið yndi að þessari för til Norðurlanda. En ég verð aldrei Evrópumaður í þeim skilningi, sem þér leggið í orðið, og öðru hvoru verður mér jafnan þungt í skapi til yðar Vesturlandabúa. Yður hættir til að gleyma því, að heimurinn er stærri en Evrópa. Vður hættir til að sjást yfir það, að enn þann dag í dag lifa miljónir manna prýðilegu lífi á sannindum, sem hvorki eru viðurkend í vísindum yðar né trúarbrögðum. Þér stærið yður eins og börn af því að hafa breitt evrópska menningu út um gervallan heim. Sannleikurinn er sá, að það eru vélbyssur yðar af nýjustu gerð, sem þér hafið breitt út. Yður er velkomið að telja, að menning Evrópu nái svo vítt, sem skotið er af slíkum byssum«. Ég fylgdi vini mínum á járnbrautarstöðina kveldið, sem hann fór. Seinna fékk ég bréf frá honum, ritað í Angora. Var hann í því gunnreifur, og virtist lítt hafa mildast skap hans til vestrænna þjóða. Og æsku lands síns kvað hann vera mjög þess hugar, að bægja frá sér hverri spillingu úr þeirri átt. Kaupmannahöfn í sept. 1929. Siguvður Einarsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.