Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 100
306
Svo mælti austrænn vinur.
IÐUNK
sem hjarðirnar safnast að brunninum á kveldin, meðan
húsfaðirinn situr undir tjaldi sínu og stjörnur himinsins
loga eins og silfur-kyndlar. Hún er trúin þar, sem veg-
móðir karavanar koma til borganna við hafið og gullnir
turnar bjóða þá velkomna. Vér getum þokað henni dá-
lítið norður fyrir takmörkin, dálítið suður fyrir þau. En
þar veslast hún upp, verður hrygðarmynd, eins og krist-
indómur yðar. En vei oss, ef vér svíkjum Islam þar,
sem hún ein er sannleikur*.
Svo mælti hinn austræni vinur minn. Það verður löng
þögn. Hann situr grafkyrr og virðist hafa gleymt mér
gersamlega. Alt í einu snýr hann sér að mér og segir
vingjarnlega, og hin annarlega værð liggur eins og þoka
yfir augnaráðinu: >Eg hef, ef til vill, þreytt yður eða
sært með því að segja alt þetta vi.ð yður. Mér er per-
sónulega hlýtt til Vesturlanda. Ég hef árum saman
stundað nám í Þýzkalandi. Ég elska þá tungu, og mér
hefur verið yndi að þessari för til Norðurlanda. En ég
verð aldrei Evrópumaður í þeim skilningi, sem þér
leggið í orðið, og öðru hvoru verður mér jafnan þungt
í skapi til yðar Vesturlandabúa. Yður hættir til að
gleyma því, að heimurinn er stærri en Evrópa. Vður
hættir til að sjást yfir það, að enn þann dag í dag lifa
miljónir manna prýðilegu lífi á sannindum, sem hvorki
eru viðurkend í vísindum yðar né trúarbrögðum. Þér
stærið yður eins og börn af því að hafa breitt evrópska
menningu út um gervallan heim. Sannleikurinn er sá,
að það eru vélbyssur yðar af nýjustu gerð, sem þér
hafið breitt út. Yður er velkomið að telja, að menning
Evrópu nái svo vítt, sem skotið er af slíkum byssum«.
Ég fylgdi vini mínum á járnbrautarstöðina kveldið, sem
hann fór. Seinna fékk ég bréf frá honum, ritað í Angora.
Var hann í því gunnreifur, og virtist lítt hafa mildast
skap hans til vestrænna þjóða. Og æsku lands síns kvað
hann vera mjög þess hugar, að bægja frá sér hverri
spillingu úr þeirri átt.
Kaupmannahöfn í sept. 1929.
Siguvður Einarsson.