Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 102
308
Efnisheimur.
IÐUNN
um þetta komu Lenard á þá skoðun, að efniseindirnar
væru skiftilegar, gerðar af enn smærri einingum, hjúp-
uðum sterku kraftsviði. Þessi kraftsvið töfðu rafeindirnar
eða stöðvuðu þær, en því sterkari sem geislar þessir
voru — þ. e. því meiri hraða sem rafeindirnar höfðu —
því hægar veittist þeim að komast gegnum kraftsviðin,
án þess að stöðvast til fulls.
Lenard komst á þá niðurstöðu, að sá hluti efniseindar,
sem rafeind kæmist ekki í gegnum, væri svo lítill, að í
einum tenings-
Síinvmcicjevslíxr, metra af platínu
væri aðeins einn
teningsmillimetri
fast efni. Þetta
er aðeins
1/1000 000 000,
hitt alt virtist
tómt eins og
himingeimurinn.
Onnur teg. ra-
díumgeisla nefn-
ast alfageislar
og eru það helí-
umefniseindir á
hraðrirás.Skeyti
þessi ganga inn í ýms föst efni og springa, ef þau skella
á efni því, er zínksúlfíð nefnist, og verdur neistinn sýni-
legur berum augum.
Athuganir Rutherfords. Englendingurinn Ruther-
ford athugaði gaumgæfilega hvað fór fram, þegar alfa-
geisli fór í gegnum þynnu af málmi í Iofttæmdu rúmi.
Hylkið var alt fóðrað með zínksúlfíð, til þess að sjá
mætti stefnu efniseindanna, eftir að þær komu út úr
þynnunni.
Kom þá í Ijós, að flestallar komust í gegnum þynnuna,
án þess að breyta stefnu svo neinu næmi, en einstöku
ögn kastaðist afarhratt til hliðar eða hrökk alveg til baka.
Þessu til skýringar mætti hugsa sér vegg nokkurn,
hlaðinn upp úr mjúkum snjó. Hugsum oss einnig, að
Radíumgeislar. Málmurinn radíum er settur í litla blýöskju
meö gati á loki. Undir öskjunni er segull, sem beygir tvo
af þremur geislum þessa efnis. Alfageislar = helíumeindir.
Detageislar = rafeindir. Gammageislar = ljósgeislar.