Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 105
JÐUNN
Efnisheimur.
311
ljósmynda rákina á dökkan grunn í björtu ljósi. Kemur
þá glögt í ljós, hvar leið hans lá, hvar hann steytti á
efniseindum loftsins og hvar hann loks staðnæmdist.
Englendingurinn Wilson leiddi hér margt í ljós: Ótví-
rætt var, að helíumkjarnarnir rákust á efniseindir lofts-
ins, og braut þeirra varð brotin. Stundum greindist hún í
tvent, líkt og braut
tveggja tennis-
kúlna, sem leikið
er þannig, að
einni kúlu er
varpað á aðra
kúlu, sem liggur
kyr, svo að báðar
renna um stundar
sakir, sín í hvora
átt.
Wilson tókst
meðal annars að
ná ljósmynd af
árekstri tveggja
rafeinda og á-
rekstri tveggja
kjarna af mis-
munandi efnum.
Síðan hefir þetta
verið reynt af
ýmsum öðrum og fjöldi ljósmynda verið tekinn. Ruther-
ford hefir svo manna bezt unnið úr þessum athugunum,
og birti hann árið 1911 þær ályktanir:
að efniseind sérhvers frumefnis væri kjarni hlaðinn já-
kræðu rafmagni,
að næstum alt efnismagn (mass) efniseindarinnar væri
þar samanþjappað,
að utan um kjarna þenna svifu neikvæðar rafeindir, líkt
og jarðir í kringum sólu, og mynduðu sveim í kring-
um kjarnann.
Rafmagnið og efniseindin. Aðdráttaraflið, sem
stýrir göngu himinhnatta, nægir eigi til þess að stilla
Þokurákir. Ljósmynd »negatív« af brautum helíumkjarna,
sem skotið er út í loftið. Brautirnar greinast, þegar
helíumkjarni steytir á súrefniskjarna.