Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 107
IÐUNN
Efnisheimur.
313
lítill í samanburði við rafeindina, sem svífur í kringum
hann, og þó er efnið næstum alt í kjarnanum, og í
himingeimnum er einn kraftur, sem stillir sólkerfin, en í
efniseindinni er samdráttur og fráhrinding rafmagnsins
hvorttveggja að verki.
Ættbálkur efnisins. Hvað er svo um skyldleika
efnanna? Þegar í fornöld var það knýjandi úrlausnar-
efni. Hvernig horfir það við nú, í ljósi þekkingar vorra
daga? Vatnsefniseindinni hefir nú verið lítið eitt lýst, en
hún er léttust og óbrotnust. Hún er kjarni, en utan um
kjarnann svífur rafeindin í hringum eða sporbaugum.
Því næst er helíumeindin. Kjarni hennar er í feikna
föstum tengslum. Líklegt er talið, að hann sé gerður af
4 vatnsefniskjörnum og 2 rafeindum, en aðrar 2 raf-
eindir svífa í kringum hann á ýmsum brautum. Kraftar
eru til, sem geta tætt rafeindir þessar frá kjarnanum,
og er hann þá orðinn íóna, er seiðir að sér nýjar rafeindir.
Þá er eind efnisins litíum, með 3 rafeindir sveimandi
utan um kjarnann, og þannig heldur áfram unz komið
er í málminn úran, með 92 rafeindum, svífandi á braut-
um, og geysilega margbrotnum kjarna.
Allar rafeindir fara feikna hratt á brautum sínum utan
um kjarna efniseindanna. í málminum úran telst hraði
þeirra 1000- 150000 km. á sekúndu hverri, eða nálega
fjórum sinnum utan um jörðina á einu augnabliki, þegar
hraðast fer. Sveifluhraðinn fer eftir þessu. Telst hann
vera frá 1012—1018 umferðir á sekúndu hverri — litlu
tölurnar merkja núllafjöldann. — í kerfum þessum eru
því fjötraðir óhemju kraftar.
Fjarri fer því, að menn viti enn, hversu kjarnar frum-
efnanna eru samsettir, nema ef vera skyldi hinna allra
einföldustu. Telja má þó víst, að þeir hafi að geyma
vatnsefniskjarna, helíumkjarna og rafeindir. En þar eð
helíumkjarni er að öllum líkindum settur saman af vatns-
efniskjörnum og rafeindum, þá komast menn á þá endan-
legu niðurstöðu: að kjarni sérhvers frumefnis sé gerður
af vatnsefniskjörnum og rafeindum.
Frumeining alls efnis er þá vatnsefni, og efnið er
eining eða þrenning, eftir því hvernig á er litið. Þessi