Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 107

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 107
IÐUNN Efnisheimur. 313 lítill í samanburði við rafeindina, sem svífur í kringum hann, og þó er efnið næstum alt í kjarnanum, og í himingeimnum er einn kraftur, sem stillir sólkerfin, en í efniseindinni er samdráttur og fráhrinding rafmagnsins hvorttveggja að verki. Ættbálkur efnisins. Hvað er svo um skyldleika efnanna? Þegar í fornöld var það knýjandi úrlausnar- efni. Hvernig horfir það við nú, í ljósi þekkingar vorra daga? Vatnsefniseindinni hefir nú verið lítið eitt lýst, en hún er léttust og óbrotnust. Hún er kjarni, en utan um kjarnann svífur rafeindin í hringum eða sporbaugum. Því næst er helíumeindin. Kjarni hennar er í feikna föstum tengslum. Líklegt er talið, að hann sé gerður af 4 vatnsefniskjörnum og 2 rafeindum, en aðrar 2 raf- eindir svífa í kringum hann á ýmsum brautum. Kraftar eru til, sem geta tætt rafeindir þessar frá kjarnanum, og er hann þá orðinn íóna, er seiðir að sér nýjar rafeindir. Þá er eind efnisins litíum, með 3 rafeindir sveimandi utan um kjarnann, og þannig heldur áfram unz komið er í málminn úran, með 92 rafeindum, svífandi á braut- um, og geysilega margbrotnum kjarna. Allar rafeindir fara feikna hratt á brautum sínum utan um kjarna efniseindanna. í málminum úran telst hraði þeirra 1000- 150000 km. á sekúndu hverri, eða nálega fjórum sinnum utan um jörðina á einu augnabliki, þegar hraðast fer. Sveifluhraðinn fer eftir þessu. Telst hann vera frá 1012—1018 umferðir á sekúndu hverri — litlu tölurnar merkja núllafjöldann. — í kerfum þessum eru því fjötraðir óhemju kraftar. Fjarri fer því, að menn viti enn, hversu kjarnar frum- efnanna eru samsettir, nema ef vera skyldi hinna allra einföldustu. Telja má þó víst, að þeir hafi að geyma vatnsefniskjarna, helíumkjarna og rafeindir. En þar eð helíumkjarni er að öllum líkindum settur saman af vatns- efniskjörnum og rafeindum, þá komast menn á þá endan- legu niðurstöðu: að kjarni sérhvers frumefnis sé gerður af vatnsefniskjörnum og rafeindum. Frumeining alls efnis er þá vatnsefni, og efnið er eining eða þrenning, eftir því hvernig á er litið. Þessi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.