Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 110
316
Efnisheimur.
IÐUNN
Sé eindaþungi vatnsefnis talinn 1, þá er eindaþungi
súrefnis 15.88 — þ. e. 15.88 vatnsefniseindir þyrfti í
eina súrefniseind. Augljóst er, að það samrýmist ekki
því, að vatnsefniseindin sé órjúfanleg eining — rafeind
og kjarni — og að súrefnið sé gert af þvílíkum eining-
um og engu öðru. Hlutfallstalan virðist sýna, að súrefnis-
eindin sé gerð af tæpum 16 vatnsefniseindum, og vand-
ast þá málið. Menn hafa nú tekið þann kost, að telja
vatnsefniseindina hafa hlutfallsþungann 1.008, og hlýtur
þá súrefniseindin töluna 16, og eindaþungi um 30 frum-
efna verður þá talinn í heilum tölum. Þetta er nú aðeins
til hagræðis, en skekkjan er eigi að síður til. Hér er
ein af mörgum óráðnum gátum efnisins. Hafa menn
lengi búist við því, að ónákvæmar mælingar væru valdar
að skekkjum þessum, og á síðustu árum hafa menn lítið
eitt umbætt eldri mælingar, en hvergi nærri svo, að
búast megi við því, að allar skekkjurnar lagist þannig,
þó að mjög erfitt sé að ná einu efni alveg hreinu.
Virðist því helzt mega hugsa sér, að eitthvað af eindum
sé ófullkomið — naktir kjarnar eða rafeindir einar — en
rannsóknir manna leiða það eigi í ljós. Loks mætti hugsa
sér, að rafeind eða kjarni væri skiftileg í enn smærri ein-
ingar, en nú vita menn eigi betur en að þetta séu frum-'
einingar efnisins og rafmagnsins og gersamlega órjúfandi.
Frá rannsóknum Bohrs. Kenningar Rutherfords,
um gerð efniseindanna, studdust við alveg óyggjandi
staðreyndir, en eitt var þó að: Þær samrýmdust með
engu móti gildum rökum rafhreyfifræðinnar (the classical
electrodynamic).
Rafeindirnar varpa óaflátanlega frá sér orku, í gerfi
rafmagns, ljóss, hita og ýmsra annara geisla. Þetta hlaut
að hafa það í för með sér, að rafeindin nálgaðist kjarn-
ann smátt og smátt og félli um síðir inn á hann. Til
þess að lyfta rafeind efnis út á braut sína að nýju,
virðist svo þurfa óhemju orku, miðað við þyngd hennar,
en þetta er á móti reynslunni, því að efniseind getur
mist rafeind og orðið íón af fárra volta spennu. Fall
rafeindarinnar hefði einnig í för með sér, að efniseindin
yrði skammlíf og kulnaði út, en reynslan virðist sanna