Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 112
318
Efnisheimur.
IÐUNN
visf stillistig (normal Tilstand, normal state). Á því stigi
hefir efniseind enga útgeislun og ekkert orkulát. Þá fara
rafeindir efnis sömu brautir í sífellu. En rafeind getur
verið utan við þessar brautir og þó í kraftsviði eindar-
innar, og hrekkur hún þá inn á leið, vegna aðdráttar
kjarnans, án ytri verkana. Sé gert ráð fyrir því, segir
Bohr, að rafeind missi vist orkumagn (quantum of energy),
er hún hverfur af einni braut inn á þá næstu, þá má láta
tölurnar l2, 22, 32 tákna brautirnar, en l3, 23, 33 um-
ferðartíma rafeindanna. Sé nú rafeind á ytri brautum
eindarinnar, þá getur hún horfið á innri braut án ytri
verkana. Til þess að slíkt geti orðið, verður að streyma
frá kjarnanum mikill rafkraftur. Sumt af honum fer í
það að auka hraða rafeindarinnar, þar eð hún hefir meiri
hraða á innri braut en ytri braut, en sumt geislar út úr
efniseindinni og birtist sem rafmagn, ljós eða hiti. Þegar
rafeind er komin inn á sína instu braut, hverfur útgeislun,
og efniseindin er komin á sitt stillistig.
Útgeislun hefst svo því aðeins á ný, að ytri orka
streymi inn í kerfið. Orka sú þenur kerfið sundur á þann
hátt, að rafeindirnar kastast út á ytri brautir og falla
þaðan aftur niður á innri brautir. Þannig er geisli (radius)
vatnsefniseindanna:
ai = 0.532 X ÍO-3 sm.
a2 = 4.532 X 10-8 sm.
33 = 9.532 X 10-8 sm>
og er insta brautin, eða geisli eindarinnar á stillistigi
sínu, í fullu samræmi við eldri mælingar.
Séu nú þessar tilgátur réttar — og margt er það,.
sem styður þær — þá er sérhver efniseind nokkurs-
konar aflgeymir, sem náttúran ýmist hleður eða tæmir.
Hér á jörðu þekkist vart meir en 12. braut, en í lit-
bandi stjarnanna kemur fyrir 30. braut, sem er 900 sinn-
um utar en 1. braut, og má af því ráða, að hitastig
veldur miklu um vídd brautanna. Loks getur rafeindin
kastast út úr kraftsviði eindarinnar, og svífur hún
þá laus, þangað til önnur ómettuð efniseind hrífur
hana til sín.
Útþenslu kerfisins hyggur Bohr koma til af því, að’