Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 114
320
Efnisheimur.
IÐUNN
Heimildir: Harmsworths Selfeducator, Chemistry by Salecby.
Wagstaff: Properties of Matter. Sir Oliver Lodge: Electrons.
Encyclopædia Britannica, Afom by N. Bohr. Nordisk familjebok.
Carl Störmer: Fra Verdensrummets Dybder til Afomernes Indre.
Þórir Guðmundsson: Efnafræði. A. M.
Úr hugarheimum.
Gleði.
(Ræða flutt á Jónsmessuhátíð í Hafnarfirði.)
Háttvirta samkoma! — ]örðin lá í eyði og tóm og
myrkur hvíldi yfir djúpinu. En Guð sagði: »Verði ljós«
og það varð ljós. Vfir mannheima ljómaði hinn fyrsti
dagur, fyrsta lífsþráin, fyrsta lífsgleðin var vakin á jarðríki.
Þetta er upphaf sögu ljóssins, lífsins og gleðinnar á
jörðinni. Sú saga hefir gerst óbreytt um þúsundir ára,
þúsundir alda, alt fram að þessari stund. Ljósinu fylgir
enn í dag sami undrakrafturinn til þess að kalla fram
lífsmögnin, knýja þau til starfa, fylla lífverurnar hrifni
og fögnuði. Og vér, sem mætumst hér í dag, erum ein-
mitt komnir saman til þess að láta uppi þá hrifni, þann
fögnuð, sem ljósríki íslenzkrar náttúru hefir vakið í
hugum vorum, þegar það er mest nú um hásumarleytið.
Þegar það er svo mikið, að:
„Sólin ei hverfur, né sígur í kaf“
og fósturjörðin brosir við auganu, eins og:
„Nóttlaus voraldar veröld
þar sem víðsýnið skín“.
Þar eð svo stendur á, góðir tilheyrendur, að gleðin
er bæði tilefni og takmark samfunda vorra, ætla ég að
leyfa mér að gera hana að umræðuefni. Eg ætla að
helga gleðinni augnablikin, sem mér hafa verið úthlutuð
til að tala hér.
Það kann nú að virðast svo, að á því velti harla lítið,