Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 117
IDUNN
Úr hugarheimum.
323
nýr skilningur opnast honum á afstöðu gæzkunnar,
vizkunnar og máttarins á hæðum til smælingja jarðar-
innar. Hann er alt í einu orðinn læs á gull-letrið, sem
hann skilur nú, að fingur Drottins hefir ritað alstaðar,
jafnt á skygðan flöt hversins við fætur hans og í sál
hans sjálfs, þó hvorttveggja ólgi og óhreinkist annað
veifið af óstýrilæti skaðvænna afla. Og nú lyftist hugur
öldungsins í djarfri von og þökk til hans, er hefir
gefið þeim báðum, hvorum á sinn hátt, sama mikilvæga
hlutverkið, því, segir hann:
„— Andi minn,
shín af þinni dýrð,
sem þessi hver“.
Og hann heldur áfram, í lotningarfullri hrifni:
„Mér sem honum
hefir þú leyft
Iofi þínu lýsa
með ljósbroti;
mér sem honum
hefir þú leyft
ímynd þinna athafna
endurskína".
Það eru þessi sannindi, um hlutverkið, sem oss sé
ætlað að vinna, sem oss sé leyft að vinna, er aldrei og
hvergi mega líða oss úr minni, er þurfa að gagntaka
hugi vora og móta líf vort. Því þegar svo er komið,
hlýtur gleði vor að haldast á þeim sviðum einum, er
ljósbrot æðri tilveru ná að Ijóma skærast gegnum hana
og allar vorar athafnir. Og þá getum vér af öllu sann-
færingarmagni sálar vorrar tekið undir yfirlýsingu vors
bjartsýnasta skálds — yfirlýsingu, sem er hvorttveggja í
senn, djarfmannleg herhvöt og barnslegur lofsöngur
gleðinnar, — þá yfirlýsingu að
„Lífið er sigur og guðleg náð“.
Valdimar S. Long.
Leiðrétting. í greininni „Efnisheimur", bls. 207 (síðasta hefti),
17. 1. að ofan stendur 1000 — á að vera 7000.