Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Page 7
ÍÐUNN
Leiðir loftsins.
101
ekki nýtt fyrirbæri í raun og veru. En þessi vél var
aldrei smíðuð. Sama er að segja um teikningar annars
Englendings, Henson, sem gerði teikningar af vél með
um 300 fermetra burðarfleti, og átti hún að ganga fyrir
gufuvél, að eins 35 hestafla. Þegar þetta er borið sam-
an við vélar nútímans, er ósamræmið mest í því, hve
hreyfillinn er lítill, en burðarflöturinn stór. Venjulegar
farþegaflugvélar af algengustu stærð hafa sjaldan meira
en 60 fermetra burðarflöt — eða 5 sinnum minni. Hins-
vegar er hreyfilorka þeirra 12—15 sinnum meiri.
Sir Hiram Maxim var einn þeirra hugvitsmanna, sem
alímdu við flugvélasmíði. Hann smíðaði vél, sem vóg
um 4 smálestir og var rekin af 350 hestafla gufuvél.
Vélin var látin renna á teinum og útbúnaður hafður á,
svo að hún lyftist ekki frá jörðu. Við eina tilraunina
skemdist útbúnaður þessi og vélin lyftist hátt í loft, hrap-
aði síðan og fór í smátt. Þetta var árið 1894.
Ameríska prófessornum Langley tókst að smíða flug-
vél, sem stýrði sér sjálf. Gerði hann fyrst smávél, og er
sannanlegt, að hún flaug hálfan annan kílómetra mann-
laus. Síðan smíðaði hann aðra stærri, en hún hrapaði
þegar í stað og mölbrotnaði, og lauk með því tilraunum
hans. En að Langley hafi verið á réttri leið, má bezt
marka af því, að árið 1914 flaug Glan Curtiss flugvéla-
smiður langa leið á vél, sem var nákvæmlega eftir
teikningum Langleys. En þá var Langley fyrir löngu
dáinn.
Otto Lilienthal er nafn, sem ekki má ganga fram hjá,
þegar minst er á bernsku flugvélanna. Hann var þýzkur
verkfræðingur. Lilienthal rannsakaði svifflug fuglanna
miklu nákvæmar en aðrir höfðu gert á undan honum
03 gerði tilraunir með að láta berast með dreka fram
af þverhnýpi, og hefir hann því lagt grundvöllinn að