Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Page 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Page 33
ÍÐUNN List. 127 meiri sannleika að finna um lífið og viðfangsefni þess en í nokkurri heimspeki eða vísindagrein. Hljómlistin leiðir okkur inn í heim hugsana og tilfinninga, sem eru einskonar kjarni allra mögulegra hugsana og tilfinninga. Það er ekki ósvipað því og um innsæi væri að ræða. Eitt einasta sönglag (stundum jafnvel einn tónn) getur líkst stærðfræðilegri meginreglu áð því leyti, að það getur leyst ógrynnin öll af flóknum viðfangsefnum, bæði geðrænum og hugrænum. Sönglistin er eilífð augnabliks- ins, takmarkaleysi púnktsins, ódauðleiki dauðans. Hún sameinar mótsetningarnar á dásamlegan hátt, en það er einmitt takmark allrar listar. Það er algildur sannleikur, sem þó er alt of lítill gaumur gefinn, að hið skapaða hlýtur að fela í sér meira eða minna af skapara sínum. Enginn getur lagt í verk sín annað eða meira en það, sem hann er. Þess vegna er ekki sama, hvernig listamennirnir lifa. Þó á þetta alveg sérstaklega við um hljómlistina. Þar er sam- bandið sérstaklega náið milli framleiðandans og þess, sem hann framleiðir. Jinarajadasa segir frá því, að hann hafi einu sinni á Italíu komist í kynni við tenórsöngvara einn. Hann var frægur mjög og hafði sungið bæði á Spáni og í Rússlandi. Upphaflega var hann garðyrkju- drengur. En svo var hann sendur á hljómlistarháskólann í Mílanó. Eftir nokkur ár kom hann aftur, lærður mjög og frægur. Kvöld eitt söng hann nokkra ástarsöngva í áheyrn Jinarajadasa. En Jinarajadasa segir, að söngvari þessi hafi ekki þroskast hið innra, hvorki siðferðilega né andlega, þessi ár, sem hann var að læra að syngja. Hugmyndir hans um ást t. d. hafi enn þá verið hug- myndir óvalins bónda eða garðyrkjumanns. og enda þótt hann syngi eftir öllum Iistarinnar reglum, hafi söngur kans komið upp um þetta andlega ásigkomulag hans,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.