Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Qupperneq 46
140
jarðabætur.
ÍÐUNK
Nú fór nýr tími í hönd og nýir menn tóku smám
saman við stjórnartaumum af eldri kynslóðinni; atorku-
og framfara-menn líka, en þjálfaðri í framkvæmdunum og
spaklátari í geði, flestir hverjir.
Það var því líkast, sem Björn á Smyrilfelli væri das-
aður eftir búnaðarhamfarir liðinna ára. Hann var lengi
vel fáláfur og hugsi, og það sögðu þeir, sem honum
voru kunnugastir, að nálega yrði hann ekki þektur fyrir
sama mann og áður. Hann tók nú enda fast að eldast
og gerðist afskiftalítill um flestar framkvæmdir, og tóku
synir hans við forráðum.
Nú var ekki að jafnaði verið að rýna í sjónaukann til
eftirlits hinum megin árinnar, þar í Lindahlíð. Enda þótti
Birni sem þar væri litlar hreyfingar að sjá, móts við
það, sem áður hefði verið. Og ekki var örgrant um, að
heyra mætti það á honum, þegar svo bar undir, að hon-
um þæfti manndómurinn fara þverrandi báðum megin
árinnar, og tún og teigar mættu muna meira líf og fjör.
Fyrstu missirin mintist hann lítt á Sæmund heitinn í
Lindahlíð. En þar kom, að hann fór að geta hans stöku
sinnum í sambandi við dug og dáðir liðins tíma. Og
eftir því sem aldur færðist yfir hann, gerðist líkt og
mildari blær yfir öllum minningum, og það þótt þær
væru bundnar við súra og gremjubólgna daga.
Og jafnt og sígandi óx virðing Sæmundar, eftir því
sem Björn rakti þessar minningar oftar og raðaði betur
gömlum atburðum. Hann gat ekki neitað því nú, að
hann hafði stundum tekið óþarflega nærri sér sumar
umbótahreyfingar í Lindahlíð, og raunar svo ramt að
því kveðið, að meginið af lífi hans og þroskaárum hafði
farið í hund og kött tilefnislausra illinda. Þvílíkur hörmu-
legur misskilningur. Nú hafði þó jörðin — Smyrilfellið —