Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 69
IÐUNN
Lifandi kristindómur og ég.
163
En reyndar líktust flestar þessar setningar öllu fremur
sófistiskum hártogunum grískra heiðingja en heiðarlegum
ritdómi frumherja hinnar einu sönnu guðs kristni.
Mér leikur sterkur grunur á, að þessi ritdómur herra
Sigurbjarnar Astvalds Gíslasonar hafi öllu heldur átt rót
sína að rekja til kala hans á spíritisma og guðspeki en
virðingu fyrir snild höfundarins, því að hann tók vand-
lega upp í ritdóm sinn svæsnustu árásir mínar á guð-
spekinga og spíritista. Og hann lét það skína í gegn í
ummælum sínum um þessar árásir mínar, að hér talaði
þó maður, sem væri sérstaklega kunnugur spíritistum og
guðspekingum. Og bak við þá játningu fólst þetta heil-
ræði til lesenda Bjarma: Vkkur er þess vegna alveg
óhætt að taka mark á vitnisburði Þórbergs um guðspek-
inga og spíritista.
Arás mína á kirkjuna, heimatrúboðið og Kristilegt fé-
lag ungra manna telur hann hins vegar tilhæfulaus
ósannindi. Þó hlýtur herra Sigurbjörn Ástvaldur að vita
það ofurvel, að ég hefi haft lengri og nánari kynni af
kirkju, kristindómi og kristnum lýð en spíritistum og
guðspekingum. Mér er að minsta kosti sagt, að ég sé
borinn og barnfæddur innan hinnar evangelisk-lútersku
kirkju. Og alla æfi mína hefi ég dregið fram lífið meðal
manna, sem kalla sig kristna og þykjast telja sig til
kristinnar kirkju. En guðspekinga og spíritista hefi ég
að eins þekt í tíu ár. Ef taka má mark á árásum mín-
um á guðspekinga og spíritista, — og ég fullyrði nú
engu síður en áður, að þær séu á góðum og gildum
rökum reistar —, þá má því fremur festa trúnað á vitnis-
burð minn um kristna kirkju, kristindóm og kristindóms-
játendur, sem ég hefi þekt þessi raunalegu fyrirbrigði
lengur og nánar.
Það þótti ritstjóra Bjarma einnig furðu kynlegt, að ég