Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 69

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 69
IÐUNN Lifandi kristindómur og ég. 163 En reyndar líktust flestar þessar setningar öllu fremur sófistiskum hártogunum grískra heiðingja en heiðarlegum ritdómi frumherja hinnar einu sönnu guðs kristni. Mér leikur sterkur grunur á, að þessi ritdómur herra Sigurbjarnar Astvalds Gíslasonar hafi öllu heldur átt rót sína að rekja til kala hans á spíritisma og guðspeki en virðingu fyrir snild höfundarins, því að hann tók vand- lega upp í ritdóm sinn svæsnustu árásir mínar á guð- spekinga og spíritista. Og hann lét það skína í gegn í ummælum sínum um þessar árásir mínar, að hér talaði þó maður, sem væri sérstaklega kunnugur spíritistum og guðspekingum. Og bak við þá játningu fólst þetta heil- ræði til lesenda Bjarma: Vkkur er þess vegna alveg óhætt að taka mark á vitnisburði Þórbergs um guðspek- inga og spíritista. Arás mína á kirkjuna, heimatrúboðið og Kristilegt fé- lag ungra manna telur hann hins vegar tilhæfulaus ósannindi. Þó hlýtur herra Sigurbjörn Ástvaldur að vita það ofurvel, að ég hefi haft lengri og nánari kynni af kirkju, kristindómi og kristnum lýð en spíritistum og guðspekingum. Mér er að minsta kosti sagt, að ég sé borinn og barnfæddur innan hinnar evangelisk-lútersku kirkju. Og alla æfi mína hefi ég dregið fram lífið meðal manna, sem kalla sig kristna og þykjast telja sig til kristinnar kirkju. En guðspekinga og spíritista hefi ég að eins þekt í tíu ár. Ef taka má mark á árásum mín- um á guðspekinga og spíritista, — og ég fullyrði nú engu síður en áður, að þær séu á góðum og gildum rökum reistar —, þá má því fremur festa trúnað á vitnis- burð minn um kristna kirkju, kristindóm og kristindóms- játendur, sem ég hefi þekt þessi raunalegu fyrirbrigði lengur og nánar. Það þótti ritstjóra Bjarma einnig furðu kynlegt, að ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.