Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Page 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Page 76
170 Lifandi kristindómur og ég. IÐUNN Þá hefi ég gerf ofurlitla grein fyrir trúarhugmyndum, ætterni, hæfileikum og lyndiseinkunnum þeirra ættingja minna, sem ég fæddist og ólst upp með. Nú hverf ég að guðræknisiðkunum þeirra. IV. Guðræknisiðkanirnar greini ég í tvo meginflokka. Annars vegar tel ég guðræknisiðkanir hvers einstaks manns á heimilinu, hins vegar sameiginlegar guðræknis- iðkanir allra heimilismanna eða svo og svo margra manna utan heimilis. Hver heimilismaður kunni ógrynnin öll af bænum, versum, sálmum og æfargömlum helgisiðum. Þessari kunnáttu var beitt af fölskvalausri einlægni í baráttu daglegs lífs. Daglegar guðræknisiðkanir hvers heimilismanns hófust með því, að hann signdi sig og þuldi með sjálfum sér þessa fyrirbæn áður en hann steypti yfir sig milliskyrt- unni að morgni dags: »í nafni guðs föður, guðs sonar og guðs heilags anda. Amenc. Þessi helgiathöfn var aldrei kölluð að signa sig. Á mínu heimili kallaði fólk þetta að krossa sig. Sumir þuldu sérstakar morgunbænir og morgunvers, meðan þeir klæddust. Algeng morgun- vers voru þetta: Klæddur er ég og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól. I guðsóttanum gefðu mér, að gangi í dag, svo líki þér. Upp er runninn dagur dýr. Drottinn guð minn, lof sé þér. Athöfn minni allri stýr, inn til þess að æfin þver. Dýrðarblómi, faðirinn frómi, frelsari Jesús minn, á efsta dómi, lífsins Ijómi, leið mig inn í hópinn þinn!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.