Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 76
170
Lifandi kristindómur og ég.
IÐUNN
Þá hefi ég gerf ofurlitla grein fyrir trúarhugmyndum,
ætterni, hæfileikum og lyndiseinkunnum þeirra ættingja
minna, sem ég fæddist og ólst upp með. Nú hverf ég
að guðræknisiðkunum þeirra.
IV.
Guðræknisiðkanirnar greini ég í tvo meginflokka.
Annars vegar tel ég guðræknisiðkanir hvers einstaks
manns á heimilinu, hins vegar sameiginlegar guðræknis-
iðkanir allra heimilismanna eða svo og svo margra
manna utan heimilis.
Hver heimilismaður kunni ógrynnin öll af bænum,
versum, sálmum og æfargömlum helgisiðum. Þessari
kunnáttu var beitt af fölskvalausri einlægni í baráttu
daglegs lífs.
Daglegar guðræknisiðkanir hvers heimilismanns hófust
með því, að hann signdi sig og þuldi með sjálfum sér
þessa fyrirbæn áður en hann steypti yfir sig milliskyrt-
unni að morgni dags: »í nafni guðs föður, guðs sonar
og guðs heilags anda. Amenc. Þessi helgiathöfn var
aldrei kölluð að signa sig. Á mínu heimili kallaði fólk
þetta að krossa sig. Sumir þuldu sérstakar morgunbænir
og morgunvers, meðan þeir klæddust. Algeng morgun-
vers voru þetta:
Klæddur er ég og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól.
I guðsóttanum gefðu mér,
að gangi í dag, svo líki þér.
Upp er runninn dagur dýr.
Drottinn guð minn, lof sé þér.
Athöfn minni allri stýr,
inn til þess að æfin þver.
Dýrðarblómi, faðirinn frómi,
frelsari Jesús minn,
á efsta dómi, lífsins Ijómi,
leið mig inn í hópinn þinn!