Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Page 77
(IÐUNN
Lifandi kristindómur og ég.
171
Undir eins og maðurinn var klæddur og kominn undir
bert loft, sneri hann sér mót upprennandi sól, signdi
sig og hafði yfir með sjálfum sér sömu orðin, sem hann
þuldi áður en hann fór í skyrtuna.
I byrjun hverrar máltíðar, en þær voru venjulega
þrjár á dag, báðu menn guð að blessa sér matinn með
svofeldum orðum: >Guð blessi mig« eða: »Guð blessi
mig og mína fæðu í ]esú nafni. Amen«. Og um leið og
máltíð lauk, gerðu menn guði þakkir og sögðu: »Guði
sé lof« eða: »Guði sé lof fyrir mig og mína fæðu í
Jesú nafni. Amen«. Það heyrði ég gamalt fólk segja, að
fyrrum hefði tíðkast að flytja borðbænir og syngja borð-
sálma við máltíðir. En í Suðursveit var sá siður týndur
fyrir mitt minni. A þá venju minnir þessi vísa, er var
gamall húsgangur 'í Suðursveit í minni tíð þar:
Þýtur í kofann Þórarinn,
þegar hann er svangur.
BorÖsálminn hann syngur sinn.
Sá er ekki langur.
Þegar menn lögðust til hvíldar að kvöldi, signdu þeir
sig og höfðu yfir sömu bænina og að morgninum. Undir
eins og þeir voru lagstir fyrir í rúmi sínu, lásu þeir
Faðir vor með sjálfum sér og fóru með andleg vers og
bænir, áður en þeir sofnuðu. Sumir lásu svo hátt, að
heyra mátti óminn af orðunum og jafnvel stundum
orðaskil um endilanga baðstofuna.
Algeng kvöldvers voru þetta:
Kristur minn, ég kalla á þig,
homdu að rúmi mínu.
Qaktu inn og geymdu mig,
Quð minn, í faðmi þínum.
Vertu yfir og alt um kring
með eilífri blessan þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Kvöldað er. Kveik í mér
kærleik, von, trú,