Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 78
172 Lifandi kristindómur og ég. IÐUNN fram til þess frjáls og hress finna ég má börn þín öll í himnahöll. Halelújá. Þessar guðræknisiðkanir átfu sér engar undantekningar þau sextán ár, sem ég var heima. Vetur, sumar, vor og haust, kvölds og morgna á hverjum degi og við hverja máltíð höfðu menn yfir sömu versin, þuldu sömu bæn- irnar og beitfu sömu helgitáknunum, alt af með sömu andaktinni og sama trúartraustinu. Þó munu flestir hafa varið lengri tíma til bænrækninnar á vefrum en sumrum,. því að á vetrum voru annir minni, veður öll vályndari og hulin öfl mönnum hættulegri. Suðursveit er landbúnaðarhérað. Þó eru þar einnig stundaðir róðrar á vetrarvertíðinni, þegar á sjóinn gefur. En það er sjaldan, því að sveitin liggur fyrir opnum brimsöndum. Aldrei var skipi hrundið svo á saltan sæ í Suðursveit, að ekki væru um hönd hafðar vissar bænir og helgisiðir. Þá er lokið var að setja skipið fram undir flæðarmál, fóru skipverjar í skinnklæði sín og settu árar í hömlur. Það var kallað að ára. Að því búnu var skipið reist á réttan kjöl, og stóð hver ræðari við sína þóftu. En við skutrúmið stóðu venjulega fjórir menn, er skyldu ýta skipinu út úr brimgarðinum, eftir að ræðararnir voru seztir undir árar. Nú tóku allir ofan höfuðfötin, lutu höfði og lásu í lágahljóðum yfir þóftu sinni svo nefnda sjóferðamannsbæn. Þegar bæninni var Iokið, signdu þeir yfir þóftuna og settu síðan upp höfuðfötin. Þá hrundu þeir skipinu nær flæðarmáli og leituðu lags. Stundum varð að bíða lengi eftir lagi, ef sjóveður var vont. En í lágdeyðum var skipinu undir eins ýtt á flot, þegar lokið var að lesa sjóferðamannsbænina. Jafnskjótt og formað-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.